Neville orðlaus: „Var þetta gert opinbert á sínum tíma?“ Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 13:01 Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var vægast sagt undrandi á frásögn Bastian Schweinsteiger. Vísir/Samsett mynd Bastian Schweinsteiger, fyrrverandi leikmanni Manchester Untied, var meinaður aðgangur að búningsklefa aðalliðsins á æfingarsvæði félagsins eftir að Portúgalinn José Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá félaginu. Schweinsteiger sagði sögu sína í viðtali hjá Gary Neville, fyrrverandi leikmanni og fyrirliða Manchester United, sem var auðsjáanlega mjög hissa á þeirri sögu sem Schweinsteiger hafði að segja. Mourinho hafði tekið við stjórnartaumunum hjá Manchester United eftir tímabilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum Þegar að Schweinsteiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undanúrslit á EM með þýska landsliðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum. „Ég kom inn aðeins seinna en aðrir leikmenn, sökum þess hversu langt við í þýska landsliðinu fórum á EM, og liðið var í æfingarferð í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn í endurkomunni æfði ég með Zlatan Ibrahimovic. En næsta dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfingasvæði félagsins, kom John Murtough yfirmaður knattspyrnumála að mér og sagði: „Þú mátt ekki fara inn í búningsklefann. Það eru fyrirmæli frá þjálfaranum.“ Gary Neville var auðsjáanlega mjög hissa þegar að Schweinsteiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar viðvörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert. „Engin viðvörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auðvitað var það ekki auðvelt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“ Schweinsteiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búningsklefann til þess að sækja dótið sitt. Murtough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóðverjinn átti þar. „Ég færði mig yfir í búningsklefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourinho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki ánægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska landsliðsins. Vann að endurhæfingu minni í Þýskalandi undir þeirra handleiðslu en með samþykki Van Gaal.“ Schweinsteiger segist ekki hafa verið ósáttur hjá Manchester United líkt og Mourinho hélt fram. „Ég var mjög ánægður hjá félaginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tímabil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Trafford.“ Aðspurður hvernig liðsfélagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schweinsteiger að einhverjir þeirra hefðu sent sér skilaboð og tjáð undrun sína á þessu. „Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schweinsteiger sem spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Manchester United umrætt tímabil. Hann skipti svo yfir til Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum og lagði skóna á hilluna í október árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Mourinho hafði tekið við stjórnartaumunum hjá Manchester United eftir tímabilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum Þegar að Schweinsteiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undanúrslit á EM með þýska landsliðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum. „Ég kom inn aðeins seinna en aðrir leikmenn, sökum þess hversu langt við í þýska landsliðinu fórum á EM, og liðið var í æfingarferð í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn í endurkomunni æfði ég með Zlatan Ibrahimovic. En næsta dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfingasvæði félagsins, kom John Murtough yfirmaður knattspyrnumála að mér og sagði: „Þú mátt ekki fara inn í búningsklefann. Það eru fyrirmæli frá þjálfaranum.“ Gary Neville var auðsjáanlega mjög hissa þegar að Schweinsteiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar viðvörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert. „Engin viðvörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auðvitað var það ekki auðvelt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“ Schweinsteiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búningsklefann til þess að sækja dótið sitt. Murtough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóðverjinn átti þar. „Ég færði mig yfir í búningsklefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourinho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki ánægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska landsliðsins. Vann að endurhæfingu minni í Þýskalandi undir þeirra handleiðslu en með samþykki Van Gaal.“ Schweinsteiger segist ekki hafa verið ósáttur hjá Manchester United líkt og Mourinho hélt fram. „Ég var mjög ánægður hjá félaginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tímabil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Trafford.“ Aðspurður hvernig liðsfélagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schweinsteiger að einhverjir þeirra hefðu sent sér skilaboð og tjáð undrun sína á þessu. „Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schweinsteiger sem spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Manchester United umrætt tímabil. Hann skipti svo yfir til Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum og lagði skóna á hilluna í október árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira