Neville orðlaus: „Var þetta gert opinbert á sínum tíma?“ Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 13:01 Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var vægast sagt undrandi á frásögn Bastian Schweinsteiger. Vísir/Samsett mynd Bastian Schweinsteiger, fyrrverandi leikmanni Manchester Untied, var meinaður aðgangur að búningsklefa aðalliðsins á æfingarsvæði félagsins eftir að Portúgalinn José Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá félaginu. Schweinsteiger sagði sögu sína í viðtali hjá Gary Neville, fyrrverandi leikmanni og fyrirliða Manchester United, sem var auðsjáanlega mjög hissa á þeirri sögu sem Schweinsteiger hafði að segja. Mourinho hafði tekið við stjórnartaumunum hjá Manchester United eftir tímabilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum Þegar að Schweinsteiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undanúrslit á EM með þýska landsliðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum. „Ég kom inn aðeins seinna en aðrir leikmenn, sökum þess hversu langt við í þýska landsliðinu fórum á EM, og liðið var í æfingarferð í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn í endurkomunni æfði ég með Zlatan Ibrahimovic. En næsta dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfingasvæði félagsins, kom John Murtough yfirmaður knattspyrnumála að mér og sagði: „Þú mátt ekki fara inn í búningsklefann. Það eru fyrirmæli frá þjálfaranum.“ Gary Neville var auðsjáanlega mjög hissa þegar að Schweinsteiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar viðvörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert. „Engin viðvörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auðvitað var það ekki auðvelt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“ Schweinsteiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búningsklefann til þess að sækja dótið sitt. Murtough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóðverjinn átti þar. „Ég færði mig yfir í búningsklefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourinho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki ánægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska landsliðsins. Vann að endurhæfingu minni í Þýskalandi undir þeirra handleiðslu en með samþykki Van Gaal.“ Schweinsteiger segist ekki hafa verið ósáttur hjá Manchester United líkt og Mourinho hélt fram. „Ég var mjög ánægður hjá félaginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tímabil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Trafford.“ Aðspurður hvernig liðsfélagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schweinsteiger að einhverjir þeirra hefðu sent sér skilaboð og tjáð undrun sína á þessu. „Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schweinsteiger sem spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Manchester United umrætt tímabil. Hann skipti svo yfir til Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum og lagði skóna á hilluna í október árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Mourinho hafði tekið við stjórnartaumunum hjá Manchester United eftir tímabilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum Þegar að Schweinsteiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undanúrslit á EM með þýska landsliðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum. „Ég kom inn aðeins seinna en aðrir leikmenn, sökum þess hversu langt við í þýska landsliðinu fórum á EM, og liðið var í æfingarferð í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn í endurkomunni æfði ég með Zlatan Ibrahimovic. En næsta dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfingasvæði félagsins, kom John Murtough yfirmaður knattspyrnumála að mér og sagði: „Þú mátt ekki fara inn í búningsklefann. Það eru fyrirmæli frá þjálfaranum.“ Gary Neville var auðsjáanlega mjög hissa þegar að Schweinsteiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar viðvörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert. „Engin viðvörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auðvitað var það ekki auðvelt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“ Schweinsteiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búningsklefann til þess að sækja dótið sitt. Murtough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóðverjinn átti þar. „Ég færði mig yfir í búningsklefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourinho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki ánægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska landsliðsins. Vann að endurhæfingu minni í Þýskalandi undir þeirra handleiðslu en með samþykki Van Gaal.“ Schweinsteiger segist ekki hafa verið ósáttur hjá Manchester United líkt og Mourinho hélt fram. „Ég var mjög ánægður hjá félaginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tímabil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Trafford.“ Aðspurður hvernig liðsfélagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schweinsteiger að einhverjir þeirra hefðu sent sér skilaboð og tjáð undrun sína á þessu. „Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schweinsteiger sem spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Manchester United umrætt tímabil. Hann skipti svo yfir til Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum og lagði skóna á hilluna í október árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira