„Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 07:02 Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, ræddi um ástina, móðurhlutverkið, tónlistina, tilveruna og margt fleira í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður. GDRN var viðmælandi í Einkalífinu en hér má sjá viðtalið við hana í heild sinni: Tilfinningarnar enn stærri við barnseignir Guðrún er í sambúð með Árna Steini lækni og saman eiga þau soninn Steinþór Jóhann. Í viðtalinu segir Guðrún að það sé fjölskyldan sé hennar griðarstaður og það sem haldi henni alltaf á jörðinni. Þá er makinn hennar ekki mikið fyrir sviðsljósið, sem hún segir að sé bara dásamlegt. „Ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri the one and only. Þetta var hrifning, aðdáun og virðing alveg frá fyrstu sekúndu sem ég hitti hann og það hefur bara orðið stærra og betra og fallegra með hverjum deginum. Ég tala nú ekki um í þessu foreldrahlutverki. Að sjá hann verða faðir barnsins míns, þetta eru risa stórar tilfinningar sem maður getur eiginlega ekki borið saman við neitt annað. Já, ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri kominn til að vera,“ segir Guðrún brosandi. GDRN er ein þekktasta tónlistarkona landsins en ástin hefur reynst henni mikill innblástur í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Virðingin mikilvægust Aðspurð hvað sé mikilvægast fyrir hana í samböndum segir hún: „Ég held að það sem skipti mestu máli sé virðingin fyrir maka sínum, að virða tilfinningar, geta lagt egóið til hliðar og geta tekið gagnrýni en þetta eru oft erfiðar tilfinningar að takast á við. Og muna að báðir aðilar eru að gera sitt allra besta varðandi lífið sitt saman, ekki gagnrýna það. Um leið og maður fattar að við erum saman í liði þá erum við bara saman í liði. Þetta er ekki ég á móti þér, maður er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vera samstíga í þessu lífi. Ég vissi að þetta væri málið þegar að ég fattaði að með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf. Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr. Að finna þennan styrk í sjálfri sér með því að vera með einhverjum öðrum, þá veit maður.“ Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
GDRN var viðmælandi í Einkalífinu en hér má sjá viðtalið við hana í heild sinni: Tilfinningarnar enn stærri við barnseignir Guðrún er í sambúð með Árna Steini lækni og saman eiga þau soninn Steinþór Jóhann. Í viðtalinu segir Guðrún að það sé fjölskyldan sé hennar griðarstaður og það sem haldi henni alltaf á jörðinni. Þá er makinn hennar ekki mikið fyrir sviðsljósið, sem hún segir að sé bara dásamlegt. „Ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri the one and only. Þetta var hrifning, aðdáun og virðing alveg frá fyrstu sekúndu sem ég hitti hann og það hefur bara orðið stærra og betra og fallegra með hverjum deginum. Ég tala nú ekki um í þessu foreldrahlutverki. Að sjá hann verða faðir barnsins míns, þetta eru risa stórar tilfinningar sem maður getur eiginlega ekki borið saman við neitt annað. Já, ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri kominn til að vera,“ segir Guðrún brosandi. GDRN er ein þekktasta tónlistarkona landsins en ástin hefur reynst henni mikill innblástur í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Virðingin mikilvægust Aðspurð hvað sé mikilvægast fyrir hana í samböndum segir hún: „Ég held að það sem skipti mestu máli sé virðingin fyrir maka sínum, að virða tilfinningar, geta lagt egóið til hliðar og geta tekið gagnrýni en þetta eru oft erfiðar tilfinningar að takast á við. Og muna að báðir aðilar eru að gera sitt allra besta varðandi lífið sitt saman, ekki gagnrýna það. Um leið og maður fattar að við erum saman í liði þá erum við bara saman í liði. Þetta er ekki ég á móti þér, maður er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vera samstíga í þessu lífi. Ég vissi að þetta væri málið þegar að ég fattaði að með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf. Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr. Að finna þennan styrk í sjálfri sér með því að vera með einhverjum öðrum, þá veit maður.“
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01
„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00