Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Teikning af fylgistjörnu BH3 og sporbraut hennar um svartholið. Það fannst fyrir tilstuðlan þyngdaráhrifa svartholsins sem veldur vaggi í hreyfingum stjörnunnar. ESO/L. Calçada Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík. Vísindi Geimurinn Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira