„Margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2024 22:39 Glæsilegur Arnar Grétarsson skartaði skemmtilegum skóbúnaði á hliðarlínunni í kvöld. vísir / hulda margrét Arnar Grétarsson þjálfari Vals fannst Valsmenn eiga meira skilið úr leik liðsins gegn Fylki í kvöld en markalaust jafntefli. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu beitta á síðasta þriðungi vallarins. „Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“ Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Sjá meira
„Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Sjá meira