„Að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. apríl 2024 18:34 Hallgrímur Jónasson fylgist með af hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir erfitt að vinna þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk líkt og FH gerði á Greifavellinum í dag og fór með 3-2 sigur af hólmi gegn lærisveinum Hallgríms. „Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00
„Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01