„Að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. apríl 2024 18:34 Hallgrímur Jónasson fylgist með af hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir erfitt að vinna þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk líkt og FH gerði á Greifavellinum í dag og fór með 3-2 sigur af hólmi gegn lærisveinum Hallgríms. „Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
„Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00
„Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01