Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 14:01 Stund milli stríða hjá úkraínskum hermanni nærri víglínunni í Dónetskhéraði. AP/Alex Babenko Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. Í færslu sem hann birti á Telegram í morgun segir Sirskí að hersveitir Rússa reyni að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna á nokkrum stöðum á víglínunni, með því að nota mikinn fjölda bryn- og skriðdreka. Veður hafi hjálpað Rússum, þar sem búið sé að vera hlýtt og þurrt, sem hentar skriðdrekum vel. Sirskí segir að þó Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli sæki þeir fram með nýjum sveitum og nú sé verið að leggja kapp á að ná stöðugleika á víglínunni og hámarka mannfall Rússa. Sérstök áhersla sé lögð á rafrænar varnir gegn drónum og bættar loftvarnir. Þá hafi verið fyllt á birgðir hermanna af eigin drónum og vopn sem hönnuð eru til að granda bryn- og skriðdrekum, auk þess sem liðsauki hafi verið sendur. Skotfæraleysi fyrir stórskotalið hefur plagað úkraínska hermenn, sem hafa þó látið Rússa gjalda fyrir framsókn þeirra. Þá kljást Úkraínumenn einnig við skort á flugskeytum fyrir loftvarnarkerfi og hafa Rússar notað tækifærið til að fjölga loftárásum á úkraínska hermenn á víglínunni, auk þess sem þeir hafa gert umfangsmiklar eld- og stýriflaugaárásir á orkuinnviði Úkraínu. Undanfarna daga hafa ráðamenn í Úkraínu biðlað til bakhjarla sinna um flugskeyti í loftvarnarkerfi og um fleiri loftvarnarkerfi, eins og Patriot-kerfi, sem Úkraínumenn segjast hafa mikla þörf á til að verja innviði sína og hermenn á víglínunni. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að Þjóðverjar ætluðu að senda þriðja Patriot-kerfið frá þeim til Úkraínu á næstunni. Einnig ætla Þjóðverjar að senda flugskeyti fyrir önnur loftvarnarkerfi til Úkraínu. I had an important and productive call with @Bundeskanzler Olaf Scholz. I am grateful to the Chancellor for the decision to deliver an additional Patriot air defense system to Ukraine, as well as air defense missiles for existing systems.Thank you, Olaf, for your leadership. — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 13, 2024 Patriot-loftvarnarkerfið hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma og er talið það besta í heimi. Auk Úkraínu nota sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Hart barist í Dónetsk Hörðustu bardagarnir eiga sér stað vestur af Bakmút, þar sem Rússar gera atlögu að borginni Chasiv Yar og vestur af Avdívka. Rússar hafa sótt hægt fram á báðum stöðum, sem eru í Dónetskhéraði. Þykir það til marks um áherslu Vladimírs pútín, forseta Rússlands, um að leggja undir sig allt Dónetskhérað, sem er eitt fjögurra héraða Úkraínu sem Pútín hefur tileinkað Rússlandi með ólöglegri innlimun, að Krímskaga undanskildum. NEW: Russian President Vladimir Putin acknowledged that Russia s ongoing strike campaign against Ukrainian energy facilities aims in part to devastate the Ukrainian defense industry. ( 1/5) pic.twitter.com/YlCmCQOkvT— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) April 12, 2024 Úkraínumenn hafa samt miklar áhyggjur af því að ráðamenn í Rússlandi stefni á nýja herkvaðningu. Óttast er að Rússar muni kveðja hundruð þúsunda manna í herinn og nota á til að opna nýjar vígstöðvar við borgina Karkív í norðausturhluta Úkraínu. Það er næst stærsta borg landsins og liggur hún nærri landamærum Rússlands. Undanfarnar vikur hafa Rússar gert linnulausar árásir á borgina úr lofti. Sjá einnig: Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Skotfæraskort Úkraínumanna má að miklu leyti rekja til deilna á Bandaríkjaþingi, þar sem hernaðaraðstoð til Úkraínu og annarra bandamanna Bandaríkjanna hefur strandað í fulltrúadeild þingsins. Bandaríkjamenn hafa ekki sent skotfæri til Úkraínu í um hálft ár en Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, varaði við því á þingfundi í vikunni að búist væri við því að Rússar myndu á næstu vikum geta skotið tíu sprengikúlum fyrir hverja sprengikúlu Úkraínumanna. Rússar hafa aukið framleiðslu verulega og hafa þar að auki keypt mikið magn sprengikúlna frá Norður-Kóreu og Íran. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00 Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Í færslu sem hann birti á Telegram í morgun segir Sirskí að hersveitir Rússa reyni að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna á nokkrum stöðum á víglínunni, með því að nota mikinn fjölda bryn- og skriðdreka. Veður hafi hjálpað Rússum, þar sem búið sé að vera hlýtt og þurrt, sem hentar skriðdrekum vel. Sirskí segir að þó Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli sæki þeir fram með nýjum sveitum og nú sé verið að leggja kapp á að ná stöðugleika á víglínunni og hámarka mannfall Rússa. Sérstök áhersla sé lögð á rafrænar varnir gegn drónum og bættar loftvarnir. Þá hafi verið fyllt á birgðir hermanna af eigin drónum og vopn sem hönnuð eru til að granda bryn- og skriðdrekum, auk þess sem liðsauki hafi verið sendur. Skotfæraleysi fyrir stórskotalið hefur plagað úkraínska hermenn, sem hafa þó látið Rússa gjalda fyrir framsókn þeirra. Þá kljást Úkraínumenn einnig við skort á flugskeytum fyrir loftvarnarkerfi og hafa Rússar notað tækifærið til að fjölga loftárásum á úkraínska hermenn á víglínunni, auk þess sem þeir hafa gert umfangsmiklar eld- og stýriflaugaárásir á orkuinnviði Úkraínu. Undanfarna daga hafa ráðamenn í Úkraínu biðlað til bakhjarla sinna um flugskeyti í loftvarnarkerfi og um fleiri loftvarnarkerfi, eins og Patriot-kerfi, sem Úkraínumenn segjast hafa mikla þörf á til að verja innviði sína og hermenn á víglínunni. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að Þjóðverjar ætluðu að senda þriðja Patriot-kerfið frá þeim til Úkraínu á næstunni. Einnig ætla Þjóðverjar að senda flugskeyti fyrir önnur loftvarnarkerfi til Úkraínu. I had an important and productive call with @Bundeskanzler Olaf Scholz. I am grateful to the Chancellor for the decision to deliver an additional Patriot air defense system to Ukraine, as well as air defense missiles for existing systems.Thank you, Olaf, for your leadership. — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 13, 2024 Patriot-loftvarnarkerfið hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma og er talið það besta í heimi. Auk Úkraínu nota sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Hart barist í Dónetsk Hörðustu bardagarnir eiga sér stað vestur af Bakmút, þar sem Rússar gera atlögu að borginni Chasiv Yar og vestur af Avdívka. Rússar hafa sótt hægt fram á báðum stöðum, sem eru í Dónetskhéraði. Þykir það til marks um áherslu Vladimírs pútín, forseta Rússlands, um að leggja undir sig allt Dónetskhérað, sem er eitt fjögurra héraða Úkraínu sem Pútín hefur tileinkað Rússlandi með ólöglegri innlimun, að Krímskaga undanskildum. NEW: Russian President Vladimir Putin acknowledged that Russia s ongoing strike campaign against Ukrainian energy facilities aims in part to devastate the Ukrainian defense industry. ( 1/5) pic.twitter.com/YlCmCQOkvT— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) April 12, 2024 Úkraínumenn hafa samt miklar áhyggjur af því að ráðamenn í Rússlandi stefni á nýja herkvaðningu. Óttast er að Rússar muni kveðja hundruð þúsunda manna í herinn og nota á til að opna nýjar vígstöðvar við borgina Karkív í norðausturhluta Úkraínu. Það er næst stærsta borg landsins og liggur hún nærri landamærum Rússlands. Undanfarnar vikur hafa Rússar gert linnulausar árásir á borgina úr lofti. Sjá einnig: Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Skotfæraskort Úkraínumanna má að miklu leyti rekja til deilna á Bandaríkjaþingi, þar sem hernaðaraðstoð til Úkraínu og annarra bandamanna Bandaríkjanna hefur strandað í fulltrúadeild þingsins. Bandaríkjamenn hafa ekki sent skotfæri til Úkraínu í um hálft ár en Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, varaði við því á þingfundi í vikunni að búist væri við því að Rússar myndu á næstu vikum geta skotið tíu sprengikúlum fyrir hverja sprengikúlu Úkraínumanna. Rússar hafa aukið framleiðslu verulega og hafa þar að auki keypt mikið magn sprengikúlna frá Norður-Kóreu og Íran.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00 Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00
Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11