„Farið hefur fé betra“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. apríl 2024 00:02 Caitlyn Jenner hefur alla tíð verið sannfærð um að OJ Simpson hafi verið sekur um morð. Hún sparaði því ekki stóru orðin þegar fréttir af andláti hans bárust. Getty Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð. Hin 74 ára Jenner skrifar í færslunni sem birtist á X/Twitter fyrr í dag „Farið hefur fé betra“ auk myllumerkisins #OJSimpson. Good Riddance #OJSimpson— Caitlyn Jenner (@Caitlyn_Jenner) April 11, 2024 Jenner hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að OJ Simpson hafi verið sekur í morðmálinu 1994. Jenner og Simpson voru aldrei nátengd en tengdust þó ákveðnum böndum gegnum maka sína. Robert Kardashian, fyrri eiginmaður Kris Jenner, var besti vinur OJ Simpson og síðar lögmaður hans í „Réttarhöldum aldarinnar“ árið 1994 þegar OJ var sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman. Kris skildi við Robert Kardashian árið 1991 og giftist Bruce Jenner mánuði síðar (en Jenner kom út sem trans kona árið 2015 og tók þá upp nafnið Caitlyn). Kris og Caitlyn hafa ætíð talið OJ sekan Kris tók ekki afstöðu með OJ í málinu heldur krafðist réttlætis vegna morðsins á Nicole Brown, sem hafði verið náin vinkona hennar. Dómsmálið tók því verulega á fjölskylduna. Caitlyn Jenner hafði sömu afstöðu og Kris í máli OJ og hefur ítrekað það í gegnum árin að Simpson hafi verið sekur en sloppið. Í þætti hjá Dr. Phil árið 2009 rifjaði Caitlyn upp hvernig það var þegar fréttirnar af sýknun OJ bárust. „Krakkarnir komu inn og sögðu „Ég sagði þér að hann hefði ekki gert það.“ Við settumst niður með þeim og ég sagði „Bara af því hann var sýknaður þýðir það ekki að hann hafi ekki gert það og mig langar ekki að heyra minnst á nafn hans framar“ og ég átti mörg samtöl við Robert til að tryggja að þetta myndi ekki rústa fjölskyldunni,“ sagði Jenner við Dr. Phil. Bandaríkin Hollywood Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Hin 74 ára Jenner skrifar í færslunni sem birtist á X/Twitter fyrr í dag „Farið hefur fé betra“ auk myllumerkisins #OJSimpson. Good Riddance #OJSimpson— Caitlyn Jenner (@Caitlyn_Jenner) April 11, 2024 Jenner hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að OJ Simpson hafi verið sekur í morðmálinu 1994. Jenner og Simpson voru aldrei nátengd en tengdust þó ákveðnum böndum gegnum maka sína. Robert Kardashian, fyrri eiginmaður Kris Jenner, var besti vinur OJ Simpson og síðar lögmaður hans í „Réttarhöldum aldarinnar“ árið 1994 þegar OJ var sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman. Kris skildi við Robert Kardashian árið 1991 og giftist Bruce Jenner mánuði síðar (en Jenner kom út sem trans kona árið 2015 og tók þá upp nafnið Caitlyn). Kris og Caitlyn hafa ætíð talið OJ sekan Kris tók ekki afstöðu með OJ í málinu heldur krafðist réttlætis vegna morðsins á Nicole Brown, sem hafði verið náin vinkona hennar. Dómsmálið tók því verulega á fjölskylduna. Caitlyn Jenner hafði sömu afstöðu og Kris í máli OJ og hefur ítrekað það í gegnum árin að Simpson hafi verið sekur en sloppið. Í þætti hjá Dr. Phil árið 2009 rifjaði Caitlyn upp hvernig það var þegar fréttirnar af sýknun OJ bárust. „Krakkarnir komu inn og sögðu „Ég sagði þér að hann hefði ekki gert það.“ Við settumst niður með þeim og ég sagði „Bara af því hann var sýknaður þýðir það ekki að hann hafi ekki gert það og mig langar ekki að heyra minnst á nafn hans framar“ og ég átti mörg samtöl við Robert til að tryggja að þetta myndi ekki rústa fjölskyldunni,“ sagði Jenner við Dr. Phil.
Bandaríkin Hollywood Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49