Tinder-notendur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn afsláttur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 10:38 Hægt er að borgar fyrir úrvalsþjónustu í Tinder-forritinu. Miðillinn notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að bjóða þeim sem höfðu ekki áhuga á þjónustunni persónusniðinn afslátt án þess að gera þeim grein fyrir því. Vísir/EPA Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim. Sænsk neytendasamtök komust að því árið 2022 að Tinder rukkaði notendur sína um mismunandi verð án þess að skýrt mynstur væri um hvaða breytur réði verðinu. Athugun á viðskiptaháttum Tinder á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sænskra og hollenskra neytendayfirvalda hófst í júlí 2022. Í ljós kom að Tinder notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að finna notendur sem höfðu lítinn eða engan áhuga á sérstakri úrvalsþjónustu sem Tinder býður upp á og greiða þarf fyrir sérstaklega fyrir ólíkt hefðbundinni útgáfu forritsins. Þeim notendum var síðan boðinn persónusniðinn afsláttur. Evrópsk neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder hefði beitti þessum aðferðum án þess að upplýsa neytendur sína en það er brot á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu. Tinder bauð einnig afslátt á úrvalsþjónustunni á grundvelli aldurs notenda án þess að láta þá vita. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða fyrirtæki að veita neytendum rétta rupplýsingar og forðast að villa um fyrir þeim til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Fyrirtæki verða að upplýsa neytendur um persónusniðið verð sem byggist á sjálfvirkri aðferð. Tinder hefur nú skuldbundið sig til þess að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim var boðinn persónsniðinn afsláttur, til dæmis ef þeir höfðu ekki áhuga á þjónustunni á venjulegi verði. Miðilinn ætlar einnig að upplýsa neytendur skýrt um að sjálfvirkar aðferðir hafi verið notaðar til þess að bjóða þeim afslátt og að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs notenda án þess að upplýsa um það skýrt fyrirfram. Neytendur Samfélagsmiðlar Tinder Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Sænsk neytendasamtök komust að því árið 2022 að Tinder rukkaði notendur sína um mismunandi verð án þess að skýrt mynstur væri um hvaða breytur réði verðinu. Athugun á viðskiptaháttum Tinder á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sænskra og hollenskra neytendayfirvalda hófst í júlí 2022. Í ljós kom að Tinder notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að finna notendur sem höfðu lítinn eða engan áhuga á sérstakri úrvalsþjónustu sem Tinder býður upp á og greiða þarf fyrir sérstaklega fyrir ólíkt hefðbundinni útgáfu forritsins. Þeim notendum var síðan boðinn persónusniðinn afsláttur. Evrópsk neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder hefði beitti þessum aðferðum án þess að upplýsa neytendur sína en það er brot á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu. Tinder bauð einnig afslátt á úrvalsþjónustunni á grundvelli aldurs notenda án þess að láta þá vita. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða fyrirtæki að veita neytendum rétta rupplýsingar og forðast að villa um fyrir þeim til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Fyrirtæki verða að upplýsa neytendur um persónusniðið verð sem byggist á sjálfvirkri aðferð. Tinder hefur nú skuldbundið sig til þess að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim var boðinn persónsniðinn afsláttur, til dæmis ef þeir höfðu ekki áhuga á þjónustunni á venjulegi verði. Miðilinn ætlar einnig að upplýsa neytendur skýrt um að sjálfvirkar aðferðir hafi verið notaðar til þess að bjóða þeim afslátt og að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs notenda án þess að upplýsa um það skýrt fyrirfram.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tinder Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira