Frönsk-íslensk klifurkona gæti keppt fyrir Ísland á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 09:01 Svana Bjarnason þótti mjög efnileg klifurkona og var komin ung í franska landsliðið. Meiðslu urðu til þess að hún hætti að keppa en er nú að reyna endurkomu og það sem Íslendingur. @svanabjarnason Svana Bjarnason er 32 ára gömul klifurkona sem var nýverið tekin inn í Ólympíuhóp Íþróttasambands Íslands. Hún á því möguleika á því að keppa fyrir Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar. Svana fer yfir sögu sína og mögulegt ferðalag inn á Ólympíuleikana í Youtube þáttunum The Outsider á EpicTV. Svana hefur stundað klifuríþróttina frá unga aldri en sneri nýverið aftur til keppni eftir langa fjarveru. Hún fékk möguleika á því að keppa fyrir Íslands hönd á leikunum í sumar en þarf að vinna sér þátttökuréttinn í mótum í vor. „Það að klifra er mjög mikilvægur þáttur í mínu lífi. Ég hef byggt lífið mitt upp í kringum klifuríþróttina,“ sagði Svana í upphafi þáttarins. „Ég myndi lýsa mér sem einbeittri, ástríðufullri, bleikri og ég held að ég hafi seigluna í það sem ég tek mér fyrir hendur,“ sagði Svana. Komst ung í franska landsliðið Það er augljóst á myndbandinu að þarna fer lífsglöð kona sem lyftir upp stemmningunni hvert sem hún fer. Það er líka viðtal við móður hennar Myriam Bjarnason sem segir að Svana hafi byrjað að klifra vegna bróður síns. Svana sýndi líka alla verðlaunapeningana sem hún vann þegar hún var ung. Hún komst í franska klifurlandsliðið en meiddist þá illa. „Þetta voru mjög alvarleg meiðsli og mér fannst ég vera búin að missa af lestinni. Ég vildi ekki mæta í keppnir og enda í tíunda, fimmtánda eða tuttugasta sæti. Ég vildi keppa um verðlaun,“ sagði Svana. Hún hætti að keppa í klifri en fann aftur ástríðuna í gegnum fjallaklifur. „Ég fæddist í Frakklandi en afi minn var íslenskur. Ég hef alltaf verið með tvöfalt ríkisfang,“ sagði Svana. Faðir hennar heitir Friðrik Bjarnason og fluttist ungur til Frakklands. Fullt af fjölskyldumeðlimum á Íslandi „Ég á fullt af fjölskyldumeðlimum á Íslandi og hef alltaf fundið fyrir sterkri tengingu við rætur mínar þar,“ sagði Svana. „Íslenska klifursambandið var stofnað fyrir nokkrum árum en þar eru að mestu leyti mjög ungir krakkar. Þeir höfðu eiginlega engan til að keppa í fullorðinsflokkunum. Ég fékk því tækifæri til að keppa í heimsbikarnum og ég lít á þetta sem tækifæri fyrir mig að sýna íslensku krökkunum að þau geti keppt á þessum heimsbikarmótum í framtíðinni,“ sagði Svana. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nkZgpVIav9I">watch on YouTube</a> „Ég vil veita ungum íslenskum klifurkrökkum innblástur. Mér leið alltaf eins og ég ætti eitthvað eftir sem keppniskona. Þetta var því rétti tíminn og ég mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Svana. „Hægt og rólega varð þetta aftur að mínum draumi,“ sagði Svana. Mótin mikilvægu í maí og júní „Varðandi Ólympíuleikana þá frétti ég fyrst af þessum möguleika í gegnum hollenska þjálfarann. Hann sagði mér að Ísland væri að vinna sig upp í klifurheiminum og þær þjóðir fá ákveðin fjölda keppenda á leikunum,“ sagði Svana. „Planið var að finna alvöru þjálfara og leggja hart að mér við æfingar. Ég prófaði nokkrar keppnir á fyrsta árinu en ekki allar. Ég ætlaði síðan að gefa allt mitt á öðru tímabilinu og reyna að tryggja mig inn á leikana,“ sagði Svana. Næstu mót hennar eru í Shanghai 16.-17. maí, Búdapest 20.-21. júní, í Þýskalandi 26.-30. júní og í Frakkland bæði 13.-14. júní og 17.-18. júní. Þar mun það ráðast hvort hún vinnur sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París. Það má sjá sögu Svönu í stuttmyndinni hér fyrir ofan. Ólympíuleikar 2024 í París Klifur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Svana fer yfir sögu sína og mögulegt ferðalag inn á Ólympíuleikana í Youtube þáttunum The Outsider á EpicTV. Svana hefur stundað klifuríþróttina frá unga aldri en sneri nýverið aftur til keppni eftir langa fjarveru. Hún fékk möguleika á því að keppa fyrir Íslands hönd á leikunum í sumar en þarf að vinna sér þátttökuréttinn í mótum í vor. „Það að klifra er mjög mikilvægur þáttur í mínu lífi. Ég hef byggt lífið mitt upp í kringum klifuríþróttina,“ sagði Svana í upphafi þáttarins. „Ég myndi lýsa mér sem einbeittri, ástríðufullri, bleikri og ég held að ég hafi seigluna í það sem ég tek mér fyrir hendur,“ sagði Svana. Komst ung í franska landsliðið Það er augljóst á myndbandinu að þarna fer lífsglöð kona sem lyftir upp stemmningunni hvert sem hún fer. Það er líka viðtal við móður hennar Myriam Bjarnason sem segir að Svana hafi byrjað að klifra vegna bróður síns. Svana sýndi líka alla verðlaunapeningana sem hún vann þegar hún var ung. Hún komst í franska klifurlandsliðið en meiddist þá illa. „Þetta voru mjög alvarleg meiðsli og mér fannst ég vera búin að missa af lestinni. Ég vildi ekki mæta í keppnir og enda í tíunda, fimmtánda eða tuttugasta sæti. Ég vildi keppa um verðlaun,“ sagði Svana. Hún hætti að keppa í klifri en fann aftur ástríðuna í gegnum fjallaklifur. „Ég fæddist í Frakklandi en afi minn var íslenskur. Ég hef alltaf verið með tvöfalt ríkisfang,“ sagði Svana. Faðir hennar heitir Friðrik Bjarnason og fluttist ungur til Frakklands. Fullt af fjölskyldumeðlimum á Íslandi „Ég á fullt af fjölskyldumeðlimum á Íslandi og hef alltaf fundið fyrir sterkri tengingu við rætur mínar þar,“ sagði Svana. „Íslenska klifursambandið var stofnað fyrir nokkrum árum en þar eru að mestu leyti mjög ungir krakkar. Þeir höfðu eiginlega engan til að keppa í fullorðinsflokkunum. Ég fékk því tækifæri til að keppa í heimsbikarnum og ég lít á þetta sem tækifæri fyrir mig að sýna íslensku krökkunum að þau geti keppt á þessum heimsbikarmótum í framtíðinni,“ sagði Svana. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nkZgpVIav9I">watch on YouTube</a> „Ég vil veita ungum íslenskum klifurkrökkum innblástur. Mér leið alltaf eins og ég ætti eitthvað eftir sem keppniskona. Þetta var því rétti tíminn og ég mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Svana. „Hægt og rólega varð þetta aftur að mínum draumi,“ sagði Svana. Mótin mikilvægu í maí og júní „Varðandi Ólympíuleikana þá frétti ég fyrst af þessum möguleika í gegnum hollenska þjálfarann. Hann sagði mér að Ísland væri að vinna sig upp í klifurheiminum og þær þjóðir fá ákveðin fjölda keppenda á leikunum,“ sagði Svana. „Planið var að finna alvöru þjálfara og leggja hart að mér við æfingar. Ég prófaði nokkrar keppnir á fyrsta árinu en ekki allar. Ég ætlaði síðan að gefa allt mitt á öðru tímabilinu og reyna að tryggja mig inn á leikana,“ sagði Svana. Næstu mót hennar eru í Shanghai 16.-17. maí, Búdapest 20.-21. júní, í Þýskalandi 26.-30. júní og í Frakkland bæði 13.-14. júní og 17.-18. júní. Þar mun það ráðast hvort hún vinnur sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París. Það má sjá sögu Svönu í stuttmyndinni hér fyrir ofan.
Ólympíuleikar 2024 í París Klifur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira