Píratar og prinsipp í pólitík Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 23:01 Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra. Það stóð ekki á Pírötum að gera málamiðlanir. Það var búið að ná niðurstöðum um kröfur Pírata, til dæmis varðandi það að klára stjórnarskránna á kjörtímabilinu. Við vorum sátt með okkar mál þegar viðræðum var slitið. Það voru því ekki einhverjar óraunhæfar kröfur af okkar hendi sem útilokuðu stjórnarsamstarf þessara flokka. Það virðist frekar hafa verið að Framsóknarflokkurinn lærði allt í einu að telja og þau áttuðu sig á því að eins manns meirihluti væri ekki ásættanlegur. Þetta er flokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Að öllu gamni slepptu þá fundum við fyrir því að það hafi ekki verið mikil alvara á bak við þessar viðræður. Það var í rauninni búið að ákveða annað ríkisstjórnarsamstarf. Það hafi bara þurft að setja þessar viðræður á svið til þess að það væri ekki augljóst að annað hefði þegar verið ákveðið. En óháð því, þá var samt búið að samþykkja kröfur Pírata í þessum viðræðum. Það var mikið reynt að ganga fram af okkur og fá okkur til þess að slíta viðræðunum, en við stóðum við okkar prinsipp og leystum málefnalega úr öllu sem var kastað til okkar. Um það snúast nefnilega málamiðlanir í stjórnmálum. Að leysa málefnalega úr þeim áskorunum sem við fáum í hendurnar, án þess að það þurfi að ganga á siðferðiskennd eða réttlætiskennd eða sannfæringu samstarfsfólks. Að passa upp á að enginn þurfi að gefa afslátt af prinsippum sínum. Fyrir alþingiskosningar 2021 sagði fráfarandi forsætisráðherra að allir flokkar þyrftu að brjóta odd af oflæti sínu og fallast á málamiðlanir. En það er eitt að gera málamiðlanir og annað að leggjast kylliflatur yfir sannfæringu sína og láta valta yfir sig fram og til baka. Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2021 spurði Hilmir Már Pétursson mig: “Sumir hafa sagt um Pírata [...] að ef það kæmi upp eitthvað prinsippmál þá mynduð þið segja ykkur úr ríkisstjórninni eftir nokkra sólarhringa” sem ég svaraði: “Við erum að krefjast faglegra vinnubragða. Við sjáum pólitískar ráðningar sem við sættum okkur ekki við. Það eru nú ekki miklar kröfur að gera til stjórnmálanna, að vinna faglega. Okkur finnst það rosalega lágar kröfur. Sjálfsagðar kröfur.” Það á ekki að vera flókið að gera þær kröfur á samstarfsflokka að vinna faglega og að ganga ekki á prinsipp samstarfsfélaga sinna. Það er svona lágmarkið í öllu samstarfi, ekki satt? Þannig að já, ef það yrði slíkur trúnaðarbrestur þá væri mjög eðlilegt að endurskoða slíkt samstarf. Það er ástæðan fyrir því að við segjum það eins skýrt og hægt er að það sé ekki hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Við vitum að sá flokkur (flokkurinn, ekki fólkið) starfar þannig. Fyrir því eru ótal söguleg dæmi. Það er einfaldlega fyrirsjáanlegt að samstarf með Sjálfstæðisflokknum myndi enda fyrr en síðar með slíkum trúnaðarbresti að ekki væri hægt að halda samstarfinu áfram. Við erum hins vegar alltaf til í samstarf um einstaka góðar hugmyndir, því allir geta komið með góðar hugmyndir óháð því hvort fólk sé í einhvers konar ríkisstjórnarsamstarfi eða ekki. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur hins vegar fórnað öllum prinsippum fyrir valdastólana. Það er sama hvað gerist, áfram skröltir samstarfið. Það má kalla það málamiðlanir en að mínu mati er þetta undirgefni og uppgjöf. Samstarfið og stólarnir eru mikilvægari en prinsippin - og ef það er staðan, hvað er þá eftir, málefnalega? Starf stjórnmálamanna snýst nefnilega um sannfæringu þeirra. Og ef þú þarft stöðugt að fórna sannfæringu þinni, hvers konar stjórnmálamaður ertu þá? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra. Það stóð ekki á Pírötum að gera málamiðlanir. Það var búið að ná niðurstöðum um kröfur Pírata, til dæmis varðandi það að klára stjórnarskránna á kjörtímabilinu. Við vorum sátt með okkar mál þegar viðræðum var slitið. Það voru því ekki einhverjar óraunhæfar kröfur af okkar hendi sem útilokuðu stjórnarsamstarf þessara flokka. Það virðist frekar hafa verið að Framsóknarflokkurinn lærði allt í einu að telja og þau áttuðu sig á því að eins manns meirihluti væri ekki ásættanlegur. Þetta er flokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Að öllu gamni slepptu þá fundum við fyrir því að það hafi ekki verið mikil alvara á bak við þessar viðræður. Það var í rauninni búið að ákveða annað ríkisstjórnarsamstarf. Það hafi bara þurft að setja þessar viðræður á svið til þess að það væri ekki augljóst að annað hefði þegar verið ákveðið. En óháð því, þá var samt búið að samþykkja kröfur Pírata í þessum viðræðum. Það var mikið reynt að ganga fram af okkur og fá okkur til þess að slíta viðræðunum, en við stóðum við okkar prinsipp og leystum málefnalega úr öllu sem var kastað til okkar. Um það snúast nefnilega málamiðlanir í stjórnmálum. Að leysa málefnalega úr þeim áskorunum sem við fáum í hendurnar, án þess að það þurfi að ganga á siðferðiskennd eða réttlætiskennd eða sannfæringu samstarfsfólks. Að passa upp á að enginn þurfi að gefa afslátt af prinsippum sínum. Fyrir alþingiskosningar 2021 sagði fráfarandi forsætisráðherra að allir flokkar þyrftu að brjóta odd af oflæti sínu og fallast á málamiðlanir. En það er eitt að gera málamiðlanir og annað að leggjast kylliflatur yfir sannfæringu sína og láta valta yfir sig fram og til baka. Í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2021 spurði Hilmir Már Pétursson mig: “Sumir hafa sagt um Pírata [...] að ef það kæmi upp eitthvað prinsippmál þá mynduð þið segja ykkur úr ríkisstjórninni eftir nokkra sólarhringa” sem ég svaraði: “Við erum að krefjast faglegra vinnubragða. Við sjáum pólitískar ráðningar sem við sættum okkur ekki við. Það eru nú ekki miklar kröfur að gera til stjórnmálanna, að vinna faglega. Okkur finnst það rosalega lágar kröfur. Sjálfsagðar kröfur.” Það á ekki að vera flókið að gera þær kröfur á samstarfsflokka að vinna faglega og að ganga ekki á prinsipp samstarfsfélaga sinna. Það er svona lágmarkið í öllu samstarfi, ekki satt? Þannig að já, ef það yrði slíkur trúnaðarbrestur þá væri mjög eðlilegt að endurskoða slíkt samstarf. Það er ástæðan fyrir því að við segjum það eins skýrt og hægt er að það sé ekki hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Við vitum að sá flokkur (flokkurinn, ekki fólkið) starfar þannig. Fyrir því eru ótal söguleg dæmi. Það er einfaldlega fyrirsjáanlegt að samstarf með Sjálfstæðisflokknum myndi enda fyrr en síðar með slíkum trúnaðarbresti að ekki væri hægt að halda samstarfinu áfram. Við erum hins vegar alltaf til í samstarf um einstaka góðar hugmyndir, því allir geta komið með góðar hugmyndir óháð því hvort fólk sé í einhvers konar ríkisstjórnarsamstarfi eða ekki. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf hefur hins vegar fórnað öllum prinsippum fyrir valdastólana. Það er sama hvað gerist, áfram skröltir samstarfið. Það má kalla það málamiðlanir en að mínu mati er þetta undirgefni og uppgjöf. Samstarfið og stólarnir eru mikilvægari en prinsippin - og ef það er staðan, hvað er þá eftir, málefnalega? Starf stjórnmálamanna snýst nefnilega um sannfæringu þeirra. Og ef þú þarft stöðugt að fórna sannfæringu þinni, hvers konar stjórnmálamaður ertu þá? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar