Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2024 12:11 Viðar Logi er búsettur í London og var að rata á lista Forbes 30 under 30. Aðsend „Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. Viðar Logi hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur á undanförnum árum og meðal annars myndað forsíðumynd fyrir plötu hennar Fossora. Hlaut myndin tilnefningu sem plötuumslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sömuleiðis hefur hann skotið tónlistarmyndbönd Bjarkar og séð um listræna stjórnun. Hann er sjálflærður ljósmyndari, alinn upp á Norðurlandi og sækir mikinn innblástur þangað. Á síðu Forbes stendur einnig að Viðar Logi hafi unnið fyrir tískurisa á borð við Thom Brown, Iris van Herpen og Del Core. Þá hafa ljósmyndir hans sömuleiðis ratað í ýmis tímarit á borð við Vogue, Rolling Stone, Pitchfork og Hero. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Bjarkar við lagið atopos, í leikstjórn Viðars Loga: Viðar Logi segir þetta sannarlega mikinn heiður. Aðspurður segir hann að eftir hans bestu vitund sé hann fyrsti Íslendingurinn sem ratar á þennan lista. „Mér brá að fá tilkynninguna, ég bjóst ekki við að komast á listann eftir að þau buðu mér að taka þátt. Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda, er mjög þakklátur.“ Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Viðar Logi hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur á undanförnum árum og meðal annars myndað forsíðumynd fyrir plötu hennar Fossora. Hlaut myndin tilnefningu sem plötuumslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sömuleiðis hefur hann skotið tónlistarmyndbönd Bjarkar og séð um listræna stjórnun. Hann er sjálflærður ljósmyndari, alinn upp á Norðurlandi og sækir mikinn innblástur þangað. Á síðu Forbes stendur einnig að Viðar Logi hafi unnið fyrir tískurisa á borð við Thom Brown, Iris van Herpen og Del Core. Þá hafa ljósmyndir hans sömuleiðis ratað í ýmis tímarit á borð við Vogue, Rolling Stone, Pitchfork og Hero. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Bjarkar við lagið atopos, í leikstjórn Viðars Loga: Viðar Logi segir þetta sannarlega mikinn heiður. Aðspurður segir hann að eftir hans bestu vitund sé hann fyrsti Íslendingurinn sem ratar á þennan lista. „Mér brá að fá tilkynninguna, ég bjóst ekki við að komast á listann eftir að þau buðu mér að taka þátt. Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda, er mjög þakklátur.“
Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34 Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. 27. mars 2024 14:34
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00