„Hún er líklega ristarbrotin“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. apríl 2024 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna kvenna í kvöld Vísir/Bára Í kvöld var deildarmyrkvi á sólu og það kannski í takt við þann atburð að Valskonur sáu aldrei til sólar í Njarðvík í kvöld, ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira