Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Meistara­deildinni og úr­slita­keppni Subway-deildar kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skytturnar fá Bæjara í heimsókn.
Skytturnar fá Bæjara í heimsókn. EPA-EFE/NEIL HALL

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu fer af stað. Þá heldur úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta áfram.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.20 hefst útsending frá leik Keflavíkur og Fjölnis í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta.

Klukkan 21.20 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir fyrstu umferð úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.35 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 færum við okkur á Emirates-völlinn í Lundúnum þar sem Arsenal tekur á móti Bayern München.

Að leik loknum – klukkan 21.00 – eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir mörkin úr báðum leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Ólafssal þar sem Haukar mæta Stjörnunni í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta.

Vodafone Sport

Hinn leikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er á milli Evrópumeistara Manchester City og Real Madríd. Útsending hefst 18.50.

Klukkan 23.05 hefst leikur Bruins og Hurricanes í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×