„Þetta var ruglaður fótboltaleikur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 23:34 Gregg Ryder fer yfir málin. Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok eftir 3-4 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“ Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
„Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“
Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti