Martin er komin í lykilhlutverk hjá Alba Berlin eftir félagaskiptin frá Valencia í vetur. Í dag lék hann í rúmar þrjátíu mínútur þegar Alba mætti Riesen Ludwigsborg á heimavelli.
Alba Berlin hafði yfirhöndina allan tímann í dag var með ellefu stiga forskot í hálfleik. Alba leiddi með tólf stigum áður en lokafjórðungurinn hófst og vann að lokum 100-91 sigur.
Martin lék eins og áður segir í rúman hálftíma í dag. Hann skoraði 9 stig, gaf 2 stoðsendingar og tók 1 frákast.
Alba Berlin er í þriðja sæti deildarinnar en á leiki til góða á liðin fyrir ofan sig.