Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 16:21 Alena Agafonova í dómsal í Volgograd í morgun. Dómstólar Volgogradhéraðs Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. Stytta þessi er í Volgograd og er til minnis orrustunnar um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Konan var sökuð um að móðga baráttu sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Á myndbandinu þóttist hún kitla eða strjúka brjóst styttunnar með fingrinum. Sjá einnig: Einstök fegurð minningargarðsins í Volgograd Konan, sem heitir Alena Agafonova, flúði Rússland en sneri aftur í febrúar. Nú hefur hún verið fundin sek á grunni laga sem snúast um að flytja út boðskap nasista á internetinu og dæmd til þess að verja tíu mánuðum í þrælkunarvinnu og meinað að birta færslur á netinu í tvö ár, samkvæmt frétt Meduza. Agafona hefur beðist afsökunar og segist ekki hafa viljað móðga neinn. Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Sjá einnig: Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Fjöldi fólks hefur verið dæmdur í fangelsi og þá meðal annars á grunni nýrra laga sem banna fólki að móðga rússneska herinn. Forsvarsmönnum mannréttindasamtaka hefur verið gert að hætta starfsemi og frjálsum fjölmiðlum lokað. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Stytta þessi er í Volgograd og er til minnis orrustunnar um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Konan var sökuð um að móðga baráttu sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Á myndbandinu þóttist hún kitla eða strjúka brjóst styttunnar með fingrinum. Sjá einnig: Einstök fegurð minningargarðsins í Volgograd Konan, sem heitir Alena Agafonova, flúði Rússland en sneri aftur í febrúar. Nú hefur hún verið fundin sek á grunni laga sem snúast um að flytja út boðskap nasista á internetinu og dæmd til þess að verja tíu mánuðum í þrælkunarvinnu og meinað að birta færslur á netinu í tvö ár, samkvæmt frétt Meduza. Agafona hefur beðist afsökunar og segist ekki hafa viljað móðga neinn. Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Sjá einnig: Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Fjöldi fólks hefur verið dæmdur í fangelsi og þá meðal annars á grunni nýrra laga sem banna fólki að móðga rússneska herinn. Forsvarsmönnum mannréttindasamtaka hefur verið gert að hætta starfsemi og frjálsum fjölmiðlum lokað.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11
Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01