Jarðskjálftinn er sagður hafa fundist allt frá Philadelphia til Boston en jarðskjálftar eru ekki tíðir við austurströnd Bandaríkjanna, sem liggur á langt frá öllum flekaskilum.
Þetta ku vera kröftugasti jarðskjálftinn í New Jersey í nærri því 250 ár og sá þriðji stærsti frá því mælingar hófust fyrir um 280 árum, samkvæmt fréttakonu NBC.
Strongest #earthquake to strike New Jersey in nearly 250 years, and 3rd strongest on record for the state in 280 years of record-keeping (1737-2017). The only 2 stronger ones: a 5.2 mag in 1737 and 5.3 mag in 1783! Source: https://t.co/6v4s7mQI4E https://t.co/C7gjUKmtvl
— Kathryn Prociv (@KathrynProciv) April 5, 2024
Mörgum íbúum New York er sagt hafa brugðið við jarðskjálftann, sem stóð yfir í allt að þrjátíu sekúndur.
Ekki liggur fyrir hvort jarðskjálftinn hafi valdið miklum skemmdum eða manntjóni en Kathy Hochul, ríkisstjóri New York hefur sagt það til skoðunar.
A 4.8 magnitude earthquake hit west of Manhattan and has been felt throughout New York.
— Governor Kathy Hochul (@GovKathyHochul) April 5, 2024
My team is assessing impacts and any damage that may have occurred, and we will update the public throughout the day.
Jarðskjálftinn varð um klukkan 10:20 að staðartíma, samkvæmt frétt New York Times. Þá var starfsemi nokkurra flugvalla stöðvuð um tíma. Að öðru leyti virðist sem jarðskjálftinn hafi lítil áhrif haft.