Sögulegur jarðskjálfti skók austurströndina Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 15:09 Skjálftinn fannst vel í New York, en þar eru jarðskjálftar ekki tíðir. Getty/Diana Robinson Íbúar New York og nærliggjandi svæða fundu í dag fyrir sjaldgæfum jarðskjálfta. Jarðskjálfti þessi, sem fannst víða á norðanverðri austurströnd Bandaríkjanna, mældist 4,8 stig og eru upptök hans nærri Lebanon í New Jersey, um áttatíu kílómetra vestur af Manhattan. Jarðskjálftinn er sagður hafa fundist allt frá Philadelphia til Boston en jarðskjálftar eru ekki tíðir við austurströnd Bandaríkjanna, sem liggur á langt frá öllum flekaskilum. Þetta ku vera kröftugasti jarðskjálftinn í New Jersey í nærri því 250 ár og sá þriðji stærsti frá því mælingar hófust fyrir um 280 árum, samkvæmt fréttakonu NBC. Strongest #earthquake to strike New Jersey in nearly 250 years, and 3rd strongest on record for the state in 280 years of record-keeping (1737-2017). The only 2 stronger ones: a 5.2 mag in 1737 and 5.3 mag in 1783! Source: https://t.co/6v4s7mQI4E https://t.co/C7gjUKmtvl— Kathryn Prociv (@KathrynProciv) April 5, 2024 Mörgum íbúum New York er sagt hafa brugðið við jarðskjálftann, sem stóð yfir í allt að þrjátíu sekúndur. Ekki liggur fyrir hvort jarðskjálftinn hafi valdið miklum skemmdum eða manntjóni en Kathy Hochul, ríkisstjóri New York hefur sagt það til skoðunar. A 4.8 magnitude earthquake hit west of Manhattan and has been felt throughout New York.My team is assessing impacts and any damage that may have occurred, and we will update the public throughout the day.— Governor Kathy Hochul (@GovKathyHochul) April 5, 2024 Jarðskjálftinn varð um klukkan 10:20 að staðartíma, samkvæmt frétt New York Times. Þá var starfsemi nokkurra flugvalla stöðvuð um tíma. Að öðru leyti virðist sem jarðskjálftinn hafi lítil áhrif haft. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Jarðskjálftinn er sagður hafa fundist allt frá Philadelphia til Boston en jarðskjálftar eru ekki tíðir við austurströnd Bandaríkjanna, sem liggur á langt frá öllum flekaskilum. Þetta ku vera kröftugasti jarðskjálftinn í New Jersey í nærri því 250 ár og sá þriðji stærsti frá því mælingar hófust fyrir um 280 árum, samkvæmt fréttakonu NBC. Strongest #earthquake to strike New Jersey in nearly 250 years, and 3rd strongest on record for the state in 280 years of record-keeping (1737-2017). The only 2 stronger ones: a 5.2 mag in 1737 and 5.3 mag in 1783! Source: https://t.co/6v4s7mQI4E https://t.co/C7gjUKmtvl— Kathryn Prociv (@KathrynProciv) April 5, 2024 Mörgum íbúum New York er sagt hafa brugðið við jarðskjálftann, sem stóð yfir í allt að þrjátíu sekúndur. Ekki liggur fyrir hvort jarðskjálftinn hafi valdið miklum skemmdum eða manntjóni en Kathy Hochul, ríkisstjóri New York hefur sagt það til skoðunar. A 4.8 magnitude earthquake hit west of Manhattan and has been felt throughout New York.My team is assessing impacts and any damage that may have occurred, and we will update the public throughout the day.— Governor Kathy Hochul (@GovKathyHochul) April 5, 2024 Jarðskjálftinn varð um klukkan 10:20 að staðartíma, samkvæmt frétt New York Times. Þá var starfsemi nokkurra flugvalla stöðvuð um tíma. Að öðru leyti virðist sem jarðskjálftinn hafi lítil áhrif haft.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira