Aukum sparnaðinn með hækkandi sól Jóhanna Erla Birgisdóttir skrifar 5. apríl 2024 13:31 Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins. Peningar kaupa ekki hamingju en þeir geta vissulega haft áhrif á þætti sem leggja grunn að aukinni hamingju. Fjárhagsáhyggjur — að eiga ekki fyrir fæðingarorlofi eða nóg til efri áranna og þar fram eftir götum — geta haft neikvæð áhrif á hamingju fólks og jafnvel heilsu. Fjárhagslegu öryggi fylgir hins vegar ákveðin hugarró og frelsi sem gerir fólki kleift að gera og upplifa hluti sem það dreymir um. Jafnvægi og skipulag í fjármálum leggur grunn að þessu frelsi, til að lifa því lífi sem fólk helst vill. Sparnaður er mikilvægur þáttur góðrar fjárhagslegrar heilsu. Með því að spara er fremur hægt að bregðast við óvæntum útgjöldum og þar með draga úr fjárhagsáhyggjum. Með hækkandi sól er gott að líta fram á veginn og fara yfir fjármálin. Hvert langar þig að stefna og hvernig kemstu þangað? Sama hversu háleit markmiðin eru þá er gott að gera einfalda fjárhagsáætlun. Í því felst að kortleggja tekjur og regluleg útgjöld. Þannig fæst yfirsýn yfir hvernig staðan getur litið út um hver mánaðamót og hversu mikið er hægt að leggja til hliðar. Með því að gefa sparnaðinum nafn sem tengist markmiðinu sem að er stefnt verður árangurinn áþreifanlegri en ella eftir því sem takmarkið færist nær. Og með því að gera sparnaðinn sjálfvirkan er fólk líklegra til að ná markmiðum sínum. Þá millifærist sjálfkrafa föst upphæð í sparnað um hver mánaðamót. Það má byrja smátt, því litlar fjárhæðir safnast saman og geta gert stóra hluti síðar. Í sparnaði vinnur tíminn með fólki. Því fyrr sem fólk byrjar og því lengur sem það sparar, þeim mun betri verður árangurinn. Markmið fólks eru ólík og misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en með því að dreifa sparnaði milli fjárfestingarkosta má oft ná góðum árangri. Smám saman eykst þekkingin og hægt að endurskoða sparnaðarleiðirnar þegar fram í sækir. Góð fjárhagsleg heilsa gefur fólki færi á að taka upplýstar ákvarðanir í tengslum við fjármál sín. Í hvert sinn sem fólk leggur til hliðar er það skrefi nær markmiðum sínum. Ég hvet alla til að taka skrefið í átt að betri fjárhagslegri heilsu, setja sér markmið og fá tímann þannig í lið með sér. Höfundur er vörueigandi hjá Íslandsbanka.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun