Sóðalegum skilaboðum rignir yfir breska þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 09:53 William Wragg er nokkuð háttsettur þingmaður Íhaldsflokksins en hann segist miður sín eftir að hann sendi símanúmer þingmanna, starfsmanna þingsins og blaðamanna til ókunnugs manns á Grindr. Getty/Johnathan Nicholson Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila. Wragg átti í samskiptum við mann á Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum. Eftir að Wragg sendi manninum viðkvæmar myndir af sér, sendi hann manninum einnig símanúmer annarra þingmanna, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Þetta fólk hefur svo í kjölfarið fengið óumbeðin daðursleg skilaboð frá aðilum sem kynna sig sem annað hvort Charlie eða Abi, samkvæmt frétt Times (Áskriftarvefur). Í samtali við Times sagði Wragg að hann hafi átt í samskiptum við manninn á Grindr og þeir hafi skipst á myndum. Í kjölfarið hafi þeir ætlað að hittast en ekki hafi orðið af því. Í kjölfarið hafi maðurinn farið að biðja hann um símanúmer þingmanna og Wragg segist hafa verið óttasleginn vegna myndanna sem hann hafði sent. „Ég hef sært fólk með því að vera duglaus. Ég var hræddur. Ég var lafhræddur. Ég er miður mín yfir því að máttleysi mitt hafi komið niður á öðru fólki,“ sagði Wragg. Gareth Davies, fjármálaráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, var í viðtali á Sky News í morgun en þar vildi hann ekki segja hvort refsa ætti Wragg innan flokksins vegna málsins og sagði að hann hefði beðist afsökunar. 'Should William Wragg lose the whip for giving the personal phone numbers of fellow MPs to someone he met on a dating app?' - @AnnaJonesSky"William Wragg has rightfully apologised for the action that he took." - @GarethDavies_MPhttps://t.co/SMhAQLNgOi Sky 501, YouTube pic.twitter.com/qyx7xKUYHy— Sky News (@SkyNews) April 5, 2024 Politico sagði frá því í vikunni að minnst sex þingmenn, starfsmenn þeirra og blaðamenn hefðu fengið skilaboð frá ókunnugum aðilum í gegnum WhatsApp. Þessi skilaboð eru sögð hafa verið kynferðislegs eðlis og mjög keimlík. Sendandinn sagðist hafa hitt viðkomandi fyrir nokkrum árum og fylgdu skilaboðunum oft nektarmyndir. Þegar sendandinn átti að heita „Charlie“ fylgdi mynd af karlmanni. Ef hann hét „Abi“ var myndin af konu. Í frétt Politico segir að skilaboðin sem fólk fékk bendi til þess að sendandinn viti mikið um skotmörk sín. Talið er að markmiðið hafi verið að plata fólkið til að senda viðkvæmar myndir af sér og kúga þau svo í kjölfarið. Skilaboðin eru til rannnsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi. Uppfært: Fyrst stóð í fréttinni að umræddur þingmaður væri í Verkamannaflokkinum. Það er rangt og hefur verið leiðrétt. Bretland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Sjá meira
Wragg átti í samskiptum við mann á Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum. Eftir að Wragg sendi manninum viðkvæmar myndir af sér, sendi hann manninum einnig símanúmer annarra þingmanna, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Þetta fólk hefur svo í kjölfarið fengið óumbeðin daðursleg skilaboð frá aðilum sem kynna sig sem annað hvort Charlie eða Abi, samkvæmt frétt Times (Áskriftarvefur). Í samtali við Times sagði Wragg að hann hafi átt í samskiptum við manninn á Grindr og þeir hafi skipst á myndum. Í kjölfarið hafi þeir ætlað að hittast en ekki hafi orðið af því. Í kjölfarið hafi maðurinn farið að biðja hann um símanúmer þingmanna og Wragg segist hafa verið óttasleginn vegna myndanna sem hann hafði sent. „Ég hef sært fólk með því að vera duglaus. Ég var hræddur. Ég var lafhræddur. Ég er miður mín yfir því að máttleysi mitt hafi komið niður á öðru fólki,“ sagði Wragg. Gareth Davies, fjármálaráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, var í viðtali á Sky News í morgun en þar vildi hann ekki segja hvort refsa ætti Wragg innan flokksins vegna málsins og sagði að hann hefði beðist afsökunar. 'Should William Wragg lose the whip for giving the personal phone numbers of fellow MPs to someone he met on a dating app?' - @AnnaJonesSky"William Wragg has rightfully apologised for the action that he took." - @GarethDavies_MPhttps://t.co/SMhAQLNgOi Sky 501, YouTube pic.twitter.com/qyx7xKUYHy— Sky News (@SkyNews) April 5, 2024 Politico sagði frá því í vikunni að minnst sex þingmenn, starfsmenn þeirra og blaðamenn hefðu fengið skilaboð frá ókunnugum aðilum í gegnum WhatsApp. Þessi skilaboð eru sögð hafa verið kynferðislegs eðlis og mjög keimlík. Sendandinn sagðist hafa hitt viðkomandi fyrir nokkrum árum og fylgdu skilaboðunum oft nektarmyndir. Þegar sendandinn átti að heita „Charlie“ fylgdi mynd af karlmanni. Ef hann hét „Abi“ var myndin af konu. Í frétt Politico segir að skilaboðin sem fólk fékk bendi til þess að sendandinn viti mikið um skotmörk sín. Talið er að markmiðið hafi verið að plata fólkið til að senda viðkvæmar myndir af sér og kúga þau svo í kjölfarið. Skilaboðin eru til rannnsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi. Uppfært: Fyrst stóð í fréttinni að umræddur þingmaður væri í Verkamannaflokkinum. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.
Bretland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Sjá meira