„Auðvitað vonum við að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2024 14:31 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það hafa lítið upp á sig að spá í aðra leiki en þann milli Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. Stjarnan þarf að treysta á önnur úrslit en sín eigin til að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira