Rekja meirihluta heimslosunar til 57 framleiðenda Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2024 11:56 Olíutankar sádiarabíska ríkisolíufélagsins Aramco í Jiddah. Félagið hagnaðist um 121 milljarð dollara í fyrra. AP/Amr Nabil Innan við sextíu framleiðendur jarðefnaeldsneytis og steinsteypu eru sagðir bera ábyrgð á meginþorra losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá 2016. Ríkisrekin jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru þau umsvifamestu samkvæmt nýrri greiningu. Hópur 57 þjóðríkja og bæði ríkis- og einkarekinna fyrirtækja standa fyrir um áttatíu prósentum losunar vegna jarðefnaeldsneytis og steinsteypuframleiðslu í heiminum á tímabilinu 2016 til 2022 samkvæmt greiningu hugveitunnar InfluenceMap sem Reuters-fréttastofan segir frá. Hún byggir á tölum sem fyrirtækin gefa sjálf upp um losun sína auk opinberra gagna. Stórtækustu losendurnir eru sádiarabíska ríkisolíufélagið Aramco, rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom og indverska ríkiskolafélagið Coal India. Greiningin leiddi ennfremur í ljós að flest fyrirtækjanna hefðu bætt í jarðefnaeldsneytisframleiðslu sína frá árinu 2015 þegar nær öll ríki heims skrifuðu undir Parísarsamkomulagið sem á að koma böndum á loftslagsbreytingar af völdum manna. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum hefur enda haldið áfram að aukast. Útblástur vegna orku hefur aldrei verið meiri en í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Loftslagsmál Umhverfismál Bensín og olía Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hópur 57 þjóðríkja og bæði ríkis- og einkarekinna fyrirtækja standa fyrir um áttatíu prósentum losunar vegna jarðefnaeldsneytis og steinsteypuframleiðslu í heiminum á tímabilinu 2016 til 2022 samkvæmt greiningu hugveitunnar InfluenceMap sem Reuters-fréttastofan segir frá. Hún byggir á tölum sem fyrirtækin gefa sjálf upp um losun sína auk opinberra gagna. Stórtækustu losendurnir eru sádiarabíska ríkisolíufélagið Aramco, rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom og indverska ríkiskolafélagið Coal India. Greiningin leiddi ennfremur í ljós að flest fyrirtækjanna hefðu bætt í jarðefnaeldsneytisframleiðslu sína frá árinu 2015 þegar nær öll ríki heims skrifuðu undir Parísarsamkomulagið sem á að koma böndum á loftslagsbreytingar af völdum manna. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum hefur enda haldið áfram að aukast. Útblástur vegna orku hefur aldrei verið meiri en í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar.
Loftslagsmál Umhverfismál Bensín og olía Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira