Segir Samfylkinguna tilbúna í kosningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. apríl 2024 11:31 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúna fyrir þingkosningar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í kosningar. Flokkurinn hafi unnið vel síðustu ár að langtímahugmyndum fyrir næstu ríkisstjórn. Samfylkingin mælist nú með tæplega 31 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með síðan 2009. Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga fengi flokkurinn 21 þingmann, sem er meira en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, með nítján þingmenn. Kristrún segir ekki sjálfgefið að njóta jafn mikils stuðnings og flokkurinn gerir nú. „Það er bara frábært að finna fyrir þessum stuðningi. Við erum mjög meðvituð um það að þetta eru bara kannanir en það skiptir máli að finna að þjóðin er að hlusta á okkur,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hefur síðustu fundi ferðast um landið að ræða atvinnu- og samgöngumál. Í byrjun árs hafi hann heimsótt 180 fyrirtæki og síðan haldið 25 opna fundi um allt land. Þá nefnir Kristrún að 20. apríl næstkomandi verði haldinn flokksstjórnarfundur á Laugarbakka. „Þannig að kannski getur eitthvað af þessu tengst því en við höfum bara verið að vinna vinnuna okkar og tala við fólkið í landinu.“ Eru þið tilbúin í kosningar? „Samfylkingin er auðvitað bara tilbúin. Við höfum verið að vinna vinnuna okkar jafnt og þétt í mjög marga mánuði. Þessi vinna í atvinnu-og samgöngumálum er stór partur af því, við vorum með útspil í heilbrigðismálum fyrir jól, við erum að fara í húsnæðis- og kjaramálin en erum líka með sterkan grunn til að vinna á þar,“ segir Kristrún. „Þetta hefur ekki verið skammtímavinna hjá okkur, þetta eru langtímahugmyndir sem við erum að vinna í um hvað er raunhæft í næstu ríkisstjórn og það er bara komin ágætismynd á það þannig að við verðum alltaf tilbúin.“ Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22 Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með tæplega 31 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með síðan 2009. Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga fengi flokkurinn 21 þingmann, sem er meira en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, með nítján þingmenn. Kristrún segir ekki sjálfgefið að njóta jafn mikils stuðnings og flokkurinn gerir nú. „Það er bara frábært að finna fyrir þessum stuðningi. Við erum mjög meðvituð um það að þetta eru bara kannanir en það skiptir máli að finna að þjóðin er að hlusta á okkur,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hefur síðustu fundi ferðast um landið að ræða atvinnu- og samgöngumál. Í byrjun árs hafi hann heimsótt 180 fyrirtæki og síðan haldið 25 opna fundi um allt land. Þá nefnir Kristrún að 20. apríl næstkomandi verði haldinn flokksstjórnarfundur á Laugarbakka. „Þannig að kannski getur eitthvað af þessu tengst því en við höfum bara verið að vinna vinnuna okkar og tala við fólkið í landinu.“ Eru þið tilbúin í kosningar? „Samfylkingin er auðvitað bara tilbúin. Við höfum verið að vinna vinnuna okkar jafnt og þétt í mjög marga mánuði. Þessi vinna í atvinnu-og samgöngumálum er stór partur af því, við vorum með útspil í heilbrigðismálum fyrir jól, við erum að fara í húsnæðis- og kjaramálin en erum líka með sterkan grunn til að vinna á þar,“ segir Kristrún. „Þetta hefur ekki verið skammtímavinna hjá okkur, þetta eru langtímahugmyndir sem við erum að vinna í um hvað er raunhæft í næstu ríkisstjórn og það er bara komin ágætismynd á það þannig að við verðum alltaf tilbúin.“
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22 Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22
Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22