Hótar að senda 20 þúsund fíla til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2024 07:41 Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir forseti landsins þennan mikla fjölda valda miklum vandræðum. EPA Forseti Botsvana hefur hótað því að senda 20 þúsund fíla til Þýskalands. Þetta er svar hans við áætlunum þýskra stjórnvalda um að herða reglur varðandi innflutning á veiddum dýrum. Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, segir í samtali við Bild að Þjóðverjar ættu að prófa að lifa með dýrunum líkt og þeir segi sjálfir íbúa Botsvana eiga að gera. „Þetta er ekkert grín.“ Masisi gagnrýnir harðlega breytingar sem þýska umhverfisráðuneytið gerði fyrr á árinu sem opnar á strangari reglur um innflutning á uppstoppuðum dýrum sem menn hafa veitt. Bendir forsetinn á að fílastofninn í Botsvana hafi margfaldast á síðustu árum og að veiðar séu mikilvægt tól til að halda stofninum í skefjum. Forsetinn segir að þýskt innflutningsbann myndi stuðla að aukinni fátækt Botsvanamanna, en vestrænir veiðimenn greiða margir háar fjárhæðir til að öðlast veiðileyfi í landinu og taka svo með sér uppstoppuð dýrin eða skinn með sér heim og nýta sem stofustáss. Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir Masisi að fílarnir eyðileggi eignir, éti froska í stórum stíl og eigi það til að verða mönnum að bana. Stjórnvöld í Botsvana hafa nú þegar boðið Angólamönnum að fá átta þúsund fíla og Mósambík fimm hundruð. „Við myndum vilja bjóða Þjóðverjum slíka gjöf,“ segir Masisi og bætir við að hann myndi ekki samþykkja afþökkun af hálfu Þjóðverja. Verðlaunaveiðar voru bannaðar í Botsvana árið 2014 en banninu aflétt fimm árum síðar eftir mótmæli íbúa. Er nú gefnir út sérstakir veiðikvótar til að stýra veiðunum sem best. Botsvana Þýskaland Dýr Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, segir í samtali við Bild að Þjóðverjar ættu að prófa að lifa með dýrunum líkt og þeir segi sjálfir íbúa Botsvana eiga að gera. „Þetta er ekkert grín.“ Masisi gagnrýnir harðlega breytingar sem þýska umhverfisráðuneytið gerði fyrr á árinu sem opnar á strangari reglur um innflutning á uppstoppuðum dýrum sem menn hafa veitt. Bendir forsetinn á að fílastofninn í Botsvana hafi margfaldast á síðustu árum og að veiðar séu mikilvægt tól til að halda stofninum í skefjum. Forsetinn segir að þýskt innflutningsbann myndi stuðla að aukinni fátækt Botsvanamanna, en vestrænir veiðimenn greiða margir háar fjárhæðir til að öðlast veiðileyfi í landinu og taka svo með sér uppstoppuð dýrin eða skinn með sér heim og nýta sem stofustáss. Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir Masisi að fílarnir eyðileggi eignir, éti froska í stórum stíl og eigi það til að verða mönnum að bana. Stjórnvöld í Botsvana hafa nú þegar boðið Angólamönnum að fá átta þúsund fíla og Mósambík fimm hundruð. „Við myndum vilja bjóða Þjóðverjum slíka gjöf,“ segir Masisi og bætir við að hann myndi ekki samþykkja afþökkun af hálfu Þjóðverja. Verðlaunaveiðar voru bannaðar í Botsvana árið 2014 en banninu aflétt fimm árum síðar eftir mótmæli íbúa. Er nú gefnir út sérstakir veiðikvótar til að stýra veiðunum sem best.
Botsvana Þýskaland Dýr Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira