Lítill hópur heldur uppi sölunni í ÁTVR Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2024 11:27 Svala og Halldóra. Þær segja að viðhorfin hafi breyst en enn sé löggjafinn tregur í taumi í að breyta um stefnu í vímuefnamálum. vísir/Jóhann/Einar Takmarkaður hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. En þetta er sama fólk og glímir við áfengisvanda. Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið. Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið.
Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira