„Velkomnir aftur KR!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2024 11:31 Talsverður spenningur er fyrir fótboltasumrinu vestur í bæ. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir aukin umsvif KR á félagaskiptamarkaðnum minna á gamla tíma. KR er spáð 5. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. KR-ingar enduðu í 6. sæti á síðasta tímabili. KR mætir til leiks með sterkan hóp í sumar eftir að hafa látið mikið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Þrír öflugir atvinnumenn komu til að mynda í Vesturbæinn: Axel Óskar Andrésson, Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson. Þá er Guy Smit kominn í markið. „Velkomnir aftur KR! Það er gaman að tala um þá. Það er slagkraftur og stemmning í kringum þá. Það er full ástæða til bjartsýni og til að gleðjast þegar við tölum um KR,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Loksins eru jákvæðar fréttir af KR. Það hefur verið þrúgandi stemmning, mikil neikvæðni og vond viðtöl. Þetta hefur verið þannig síðustu ár. Núna koma þeir aftur til baka með þessa stráka og líta vel út,“ sagði Baldur Sigurðsson. Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í vetur en hann tekur við starfinu af sjálfum Rúnari Kristinssyni. „Þeir eru vissulega með þjálfara sem er spurningarmerki hjá topp félagi. En ég held að KR-ingar og stuðningsmenn KR eigi bara að búast við ungu og skemmtilegu liði. Þeir eiga að mæta frá fyrsta leik og styðja vel við þá,“ sagði Baldur. „Svona lið, sem er að koma upp og er búið að vera svona mikið í umræðunni, með þjálfara sem er með ákveðna brothætta stöðu, kemur inn í KR í mínus og þarf að vinna sig inn, sem hann er búinn að gera, þetta getur snúist svolítið mikið um byrjunina. Við erum að tala um hraðmótið, fyrstu sex leikina, allir um borð; styðjið og fylkið ykkur á bak við liðið því það getur þýtt gott tímabil. Þetta er allt eða ekkert dæmi.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla KR Besta sætið Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
KR er spáð 5. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. KR-ingar enduðu í 6. sæti á síðasta tímabili. KR mætir til leiks með sterkan hóp í sumar eftir að hafa látið mikið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Þrír öflugir atvinnumenn komu til að mynda í Vesturbæinn: Axel Óskar Andrésson, Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson. Þá er Guy Smit kominn í markið. „Velkomnir aftur KR! Það er gaman að tala um þá. Það er slagkraftur og stemmning í kringum þá. Það er full ástæða til bjartsýni og til að gleðjast þegar við tölum um KR,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Loksins eru jákvæðar fréttir af KR. Það hefur verið þrúgandi stemmning, mikil neikvæðni og vond viðtöl. Þetta hefur verið þannig síðustu ár. Núna koma þeir aftur til baka með þessa stráka og líta vel út,“ sagði Baldur Sigurðsson. Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í vetur en hann tekur við starfinu af sjálfum Rúnari Kristinssyni. „Þeir eru vissulega með þjálfara sem er spurningarmerki hjá topp félagi. En ég held að KR-ingar og stuðningsmenn KR eigi bara að búast við ungu og skemmtilegu liði. Þeir eiga að mæta frá fyrsta leik og styðja vel við þá,“ sagði Baldur. „Svona lið, sem er að koma upp og er búið að vera svona mikið í umræðunni, með þjálfara sem er með ákveðna brothætta stöðu, kemur inn í KR í mínus og þarf að vinna sig inn, sem hann er búinn að gera, þetta getur snúist svolítið mikið um byrjunina. Við erum að tala um hraðmótið, fyrstu sex leikina, allir um borð; styðjið og fylkið ykkur á bak við liðið því það getur þýtt gott tímabil. Þetta er allt eða ekkert dæmi.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla KR Besta sætið Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti