Íslenskt táknmál, ég og við öll Birta Björg Heiðarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 07:30 Mig langar til að deila með ykkur hugrenningum mínum um íslenskt táknmál; tungumál sem hefur gefið mér svo mikið og ég á svo ótal mörg tengsl og tækifæri að þakka. En einhver gæti velt fyrir sér af hverju ætti ég að deila með ykkur mínum vangaveltum? Ung kona í þeirri forréttindastöðu að heyra, sjá, geta talað og geta tekið þátt í samfélaginu á allan þann hátt sem mér þóknast. Og ekki nóg með það, þá starfa ég sem táknmálskennari í grunnskóla. En af hverju ekki ég? Ég trúi því nefnilega að við höfum öll eitthvað merkilegt að segja, höfum öll eitthvað fram að færa og þörfnumst öll eins; að á okkur sé hlustað og við séum skilin. Sú mannlega þrá að mynda og eiga tengsl við annað fólk ríkir svo sterkt innra með okkur öllum. Til þess notum við ýmsar leiðir, við reynum að ofur útskýra svo fólk skilji okkur betur, breytum okkur sjálfum svo það sé ekki of flókið að skilja okkur og afsökum okkur svo þegar það mistekst. Í öllum tilvikunum þurfa þó skilaboðin að komast áleiðis, komast manna á milli fyrir tilstilli tungumáls. En hvað gerum við þegar fólkið í kringum okkur neitar okkur um að gera okkur skiljanleg á nokkurn hátt, líkt og gert var með táknmálsbanninu um heim allan um aldamótin 1900. Banninu var framfylgt hér á landi frá miðri tuttugustu öld og var þá táknmál af öllu tagi bannað innan veggja heyrnleysingjaskólans en kennsla heyrnarlausra hafði fram að því farið fram á táknmáli. Börnin létu það ekki stoppa sig; vegna þess að þar sem er hópur einstaklinga, sem öll hafa þá sömu þrá að skilja og vera skilin, þar er til tungumál. Því stálust börnin til að tala saman á táknmáli utan kennslu, í frímínútum og á heimavistinni án vitundar heyrandi fólks. Börnin nýttu sér allar mögulegar leiðir til að eiga í samskiptum og tengslum hvort við annað, sóttu sér kunnáttu annars staðar frá og auðguðu þannig málið. Þar til þau höfðu loks fengið nóg og gerðu uppreisn (Valgerður Stefánsdóttir, 2023). Nemendurnir tóku stóla fram á gang, stilltu þeim upp í röð eftir ganginum endilöngum, settust í stólana, krosslögðu hendur og neituðu að fara inn í stofur nema þau fengju að tala þar táknmál; ekki fyrr en þeirra tilvist sem manneskjur væri viðurkennd að nýju. Það er því mikill sannleikur í eftirfarandi orðum Terje Basilier: “Ef ég viðurkenni mál annars manns, hef ég þar með viðurkennt manninn. En ef ég viðurkenni ekki mál hans, hef ég þar með hafnað honum, vegna þess að málið er hluti af okkur sjálfum” Þessi áhrifaríkuorð prýða veggi félags heyrnarlausra og áttu jafn vel við þá sem í dag og alla daga. Árið 2011 fékk íslenskt táknmál loks viðurkenninguna sem Döff fólk hafði barist fyrir lengi. Þau börðust fyrir því að hafa tækifæri til að mynda tengsl, börðust fyrir því að eiga innangengt í samfélag sem hafði kúgað þau og lítillækkað, því þrátt fyrir allt viljum við öll finna fyrir því að við séum einhvers virði. Þrátt fyrir að 13 ár séu frá því að íslenskt táknmál hlaut sinn réttmæta sess við hlið íslenskunnar í lagalegum skilningi er enn langt í land. En við megum ekki gefast upp; við megum ekki deyja ráðalaus heldur verðum við að sýna hugrökku börnunum sem sátu á ganginum samstöðu og skilning. Sýnum þeim að við erum tilbúin til að vera til staðar fyrir þau; til að gefa þeim tækifæri til að skilja og vera skilin. Það er kannski ekki þörf á því nú að raða stólum fram á gangi og krossleggja hendur en nú þurfum við hins vegar að líta upp, horfa í augu náungans, viðurkenna tilvist hvors annars, sýna að við erum tilbúin til að eiga samskipti hvort við annað, við sjáum hvort annað og finnum að við erum séð, gefum öðrum tækifæri til að skilja og vera skilin. Við höfum nefnilega öll getu til að skapa rými þar sem samkennd og skilningur ríkir. Líkt og ég sagði hér í byrjun,þá trúi ég því að við höfum öll frá einhverju merkilegu að segja. Líkt og nemandi minn á yngsta stigi sem gaf sig á tal við mig eftir kennslu fyrir ekki svo löngu síðan og í kjölfarið skildi ég betur tilveru hans og líðan. Nemandinn horfði á mig blíðlega og sagði með sínu barnslega sakleysi; „vá hvað lífið væri furðulega skemmtilegt ef öll myndu tala táknmál - meira að segja pabbi!“ Við höfum öll íslenskt táknmál í höndum okkar, líkt og slagorð Félags heyrnarlausra segir og því vil ég hvetja ykkur að lokum til að setja hendur upp! Sögulegar heimildir í greininni eru sóttar í doktorsritgerð Valgerðar Stefánsdóttur frá árinu 2023, Án táknmáls er ekkert líf. Upp með hendur!, sem hún varði við Háskóla Íslands. Ritgerðin markar mikilvæg tímamót í fræðilegri umfjöllun um íslenskt táknmál (ÍTM) því hún er fyrsta heildstæða yfirlitið um uppruna og þróun þess. Ég vil hvetja öll áhugasöm að kynna sér efni doktorsritgerðar Valgerðar, sem má finna í opnum aðgangi hér. Höfundur er menntaður táknmálstúlkur og starfar sem táknmálskennari í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar til að deila með ykkur hugrenningum mínum um íslenskt táknmál; tungumál sem hefur gefið mér svo mikið og ég á svo ótal mörg tengsl og tækifæri að þakka. En einhver gæti velt fyrir sér af hverju ætti ég að deila með ykkur mínum vangaveltum? Ung kona í þeirri forréttindastöðu að heyra, sjá, geta talað og geta tekið þátt í samfélaginu á allan þann hátt sem mér þóknast. Og ekki nóg með það, þá starfa ég sem táknmálskennari í grunnskóla. En af hverju ekki ég? Ég trúi því nefnilega að við höfum öll eitthvað merkilegt að segja, höfum öll eitthvað fram að færa og þörfnumst öll eins; að á okkur sé hlustað og við séum skilin. Sú mannlega þrá að mynda og eiga tengsl við annað fólk ríkir svo sterkt innra með okkur öllum. Til þess notum við ýmsar leiðir, við reynum að ofur útskýra svo fólk skilji okkur betur, breytum okkur sjálfum svo það sé ekki of flókið að skilja okkur og afsökum okkur svo þegar það mistekst. Í öllum tilvikunum þurfa þó skilaboðin að komast áleiðis, komast manna á milli fyrir tilstilli tungumáls. En hvað gerum við þegar fólkið í kringum okkur neitar okkur um að gera okkur skiljanleg á nokkurn hátt, líkt og gert var með táknmálsbanninu um heim allan um aldamótin 1900. Banninu var framfylgt hér á landi frá miðri tuttugustu öld og var þá táknmál af öllu tagi bannað innan veggja heyrnleysingjaskólans en kennsla heyrnarlausra hafði fram að því farið fram á táknmáli. Börnin létu það ekki stoppa sig; vegna þess að þar sem er hópur einstaklinga, sem öll hafa þá sömu þrá að skilja og vera skilin, þar er til tungumál. Því stálust börnin til að tala saman á táknmáli utan kennslu, í frímínútum og á heimavistinni án vitundar heyrandi fólks. Börnin nýttu sér allar mögulegar leiðir til að eiga í samskiptum og tengslum hvort við annað, sóttu sér kunnáttu annars staðar frá og auðguðu þannig málið. Þar til þau höfðu loks fengið nóg og gerðu uppreisn (Valgerður Stefánsdóttir, 2023). Nemendurnir tóku stóla fram á gang, stilltu þeim upp í röð eftir ganginum endilöngum, settust í stólana, krosslögðu hendur og neituðu að fara inn í stofur nema þau fengju að tala þar táknmál; ekki fyrr en þeirra tilvist sem manneskjur væri viðurkennd að nýju. Það er því mikill sannleikur í eftirfarandi orðum Terje Basilier: “Ef ég viðurkenni mál annars manns, hef ég þar með viðurkennt manninn. En ef ég viðurkenni ekki mál hans, hef ég þar með hafnað honum, vegna þess að málið er hluti af okkur sjálfum” Þessi áhrifaríkuorð prýða veggi félags heyrnarlausra og áttu jafn vel við þá sem í dag og alla daga. Árið 2011 fékk íslenskt táknmál loks viðurkenninguna sem Döff fólk hafði barist fyrir lengi. Þau börðust fyrir því að hafa tækifæri til að mynda tengsl, börðust fyrir því að eiga innangengt í samfélag sem hafði kúgað þau og lítillækkað, því þrátt fyrir allt viljum við öll finna fyrir því að við séum einhvers virði. Þrátt fyrir að 13 ár séu frá því að íslenskt táknmál hlaut sinn réttmæta sess við hlið íslenskunnar í lagalegum skilningi er enn langt í land. En við megum ekki gefast upp; við megum ekki deyja ráðalaus heldur verðum við að sýna hugrökku börnunum sem sátu á ganginum samstöðu og skilning. Sýnum þeim að við erum tilbúin til að vera til staðar fyrir þau; til að gefa þeim tækifæri til að skilja og vera skilin. Það er kannski ekki þörf á því nú að raða stólum fram á gangi og krossleggja hendur en nú þurfum við hins vegar að líta upp, horfa í augu náungans, viðurkenna tilvist hvors annars, sýna að við erum tilbúin til að eiga samskipti hvort við annað, við sjáum hvort annað og finnum að við erum séð, gefum öðrum tækifæri til að skilja og vera skilin. Við höfum nefnilega öll getu til að skapa rými þar sem samkennd og skilningur ríkir. Líkt og ég sagði hér í byrjun,þá trúi ég því að við höfum öll frá einhverju merkilegu að segja. Líkt og nemandi minn á yngsta stigi sem gaf sig á tal við mig eftir kennslu fyrir ekki svo löngu síðan og í kjölfarið skildi ég betur tilveru hans og líðan. Nemandinn horfði á mig blíðlega og sagði með sínu barnslega sakleysi; „vá hvað lífið væri furðulega skemmtilegt ef öll myndu tala táknmál - meira að segja pabbi!“ Við höfum öll íslenskt táknmál í höndum okkar, líkt og slagorð Félags heyrnarlausra segir og því vil ég hvetja ykkur að lokum til að setja hendur upp! Sögulegar heimildir í greininni eru sóttar í doktorsritgerð Valgerðar Stefánsdóttur frá árinu 2023, Án táknmáls er ekkert líf. Upp með hendur!, sem hún varði við Háskóla Íslands. Ritgerðin markar mikilvæg tímamót í fræðilegri umfjöllun um íslenskt táknmál (ÍTM) því hún er fyrsta heildstæða yfirlitið um uppruna og þróun þess. Ég vil hvetja öll áhugasöm að kynna sér efni doktorsritgerðar Valgerðar, sem má finna í opnum aðgangi hér. Höfundur er menntaður táknmálstúlkur og starfar sem táknmálskennari í grunnskóla.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun