Liberty Media hefur átt meirihluta í Formúlu 1 frá því árið 2017 og kom meðal annars í framkvæmd sjónvarpsþáttunum Drive to Survive sem notið hafa mikilla vinsælda á Netflix frá frumsýningu árið 2018.
Nú hefur samsteypan gengið frá kaupum á 86 prósent eignarhlut í MotoGP af Dorna Sports, sem hefur átt MotoGP síðan 1992.
MotoGP stendur fyrir kappökstrum á mótorhjólum. Stofnað árið 1949, þá með aðeins sex kappakstra á ári, í dag eru tuttugu keppnir árlega sem dreifast á fimm heimsálfur. Jorge Martin er ríkjandi heimsmeistari.
"This is the perfect next step in the evolution of MotoGP, and we are excited for what this milestone brings to Dorna, the #MotoGP paddock and racing fans"
— MotoGP™🏁 (@MotoGP) April 1, 2024
- Carmelo Ezpeleta, CEO of Dorna 💬 pic.twitter.com/9E9dCbJaAH
Greg Maffei, forstjóri Liberty Media, var hæstánægður með kaupin og sagði fyrirtækið ætla að leggja metnað í vöxt íþróttarinnar á alþjóðavísu, þeim hafi gengið vel að auka vinsældir Formúlu 1 og leggi nú af stað með svipað plan fyrir MotoGP.