Metnaðarleysi í Mjódd Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2024 12:31 Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima. Mjódd er það svæði sem nær frá Breiðholtsbraut að stoppistöð Strætó með einu yfirbyggð göngugötu landsins og að lokum er Norður-Mjódd, svæðið frá stoppistöð strætó að Aktu taktu sem áður þekktist sem Staldrið. Fjárfesting fyrir hundruði milljóna króna Síðustu tvö kjörtímabil fjárfesti Reykjavíkurborg fyrir hundruði milljóna í umbreytingu almenningssvæða til að fegra ásýnd Mjóddar, gera hana meira aðlaðandi. Svæðin sem voru gerð upp eru torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, rýmið bakvið Bíóhúsið og að lokum torgið fyrir framan Þangbakka, syðri inngang göngugötunnar. Sett var upp falleg lýsing, bekkir, gróður og blóm til að lífga upp á svæðið. Metnaðarleysi fasteignaeigenda í Mjódd dapurlegt Metnaðarleysi eigendavettvangs svæðisins er seinn áberandi og dapurlegt. Það er sérstakt að bjóða fjölmennasta hverfi borgarinnar með 23 þúsund íbúum, með fjölsóttustu skiptistöð landsins með 7000 farþega á dag, að ótöldum öllum þeim sem hjóla og ganga framhjá allan ársins hring, upp á jafn hirðulaust og afskipt umhverfi og raun ber vitni. Ætla myndi að félög sem sérhæfa sig í fasteignum, fjármálaþjónustu, leigu á atvinnuhúsnæði og fjárfestingu myndu átta sig á mikilvægi þess að tryggja öryggi, gott aðgengi, aðlaðandi umhverfi viðskiptavina að fjölbreyttri þjónustu. Langar mig að nefna lélega og brotakenna lýsingu á bílastæðum og við gangstéttir þannig að öryggi fólks sérstaklega kvenna er ógnað - jafnvel um hábjartan dag. Viðhaldi er ábótavant, misfellur og brotnar hellur á göngustígum inni á eignasvæði lóðarhafa eru hættulegar öllum vegfarendum en þó sérstaklega eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu. Bílastæði eru geymslustæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, snjómoksturstæki, vöru- og sendiferðabíla, ferðahýsi og önnur atvinnutæki. Rusl er ekki týnt, gangstéttir ekki sópaðar og veggjakrot ekki þrifið. Spónaplötur festar í staðinn fyrir brotnar rúður, engin hjóla- eða hlaupahjólastæði eru fyrir þau sem sækja svæðið á virkum ferðamátum. Nákvæmlega ekkert er gert til að gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk, fyrir þau sem sækja þjónustu í Mjódd eða eiga leið þar í gegn. Þrátt fyrir Tenerife stemningu í göngugötunni, tækifæri séu til staðar að laða að mannlíf allan ársins hring er meðvirkni fyrir ástandi svæðinu orðin vandræðalega áberandi, eiginlega til skammar. Ekkert gert til að laða að iðandi mannlíf, fleira fólk til að sækja frábæra fjölbreytta þjónustu sem finnst í Mjódd. Langar mig að hvetja rekstraraðila í Mjódd til að standa saman og þrýsta á fasteignaeigendur til úrbóta. Íbúar hverfisins kalla eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Við sem sækjum þjónustu í Mjóddina gerum kröfu á að þið sem eigið fasteignirnar og rekið ykkar starfsemi, hugið að okkur sem viljum sækja þjónustu í heimabyggð, hjólandi, gangandi eða akandi. Á íbúafundi borgarstjóra í Breiðholtsskóla fyrir stuttu kom skýr vilji fundargesta um breytta ásýnd svæðisins fram. Íbúarnir kölluðu eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Þannig er kominn tími til að eigendavettvangur Mjóddar, fasteignaeigendur taki sig saman og leggi metnað sinn í að búa til metnaðarfullt borgarumhverfi við og undir einu yfirbyggðu göngugötu landsins. Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingagjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd. Höfundur er búsettur í Breiðholti, sækir þjónustu til Mjóddar og er formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima. Mjódd er það svæði sem nær frá Breiðholtsbraut að stoppistöð Strætó með einu yfirbyggð göngugötu landsins og að lokum er Norður-Mjódd, svæðið frá stoppistöð strætó að Aktu taktu sem áður þekktist sem Staldrið. Fjárfesting fyrir hundruði milljóna króna Síðustu tvö kjörtímabil fjárfesti Reykjavíkurborg fyrir hundruði milljóna í umbreytingu almenningssvæða til að fegra ásýnd Mjóddar, gera hana meira aðlaðandi. Svæðin sem voru gerð upp eru torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, rýmið bakvið Bíóhúsið og að lokum torgið fyrir framan Þangbakka, syðri inngang göngugötunnar. Sett var upp falleg lýsing, bekkir, gróður og blóm til að lífga upp á svæðið. Metnaðarleysi fasteignaeigenda í Mjódd dapurlegt Metnaðarleysi eigendavettvangs svæðisins er seinn áberandi og dapurlegt. Það er sérstakt að bjóða fjölmennasta hverfi borgarinnar með 23 þúsund íbúum, með fjölsóttustu skiptistöð landsins með 7000 farþega á dag, að ótöldum öllum þeim sem hjóla og ganga framhjá allan ársins hring, upp á jafn hirðulaust og afskipt umhverfi og raun ber vitni. Ætla myndi að félög sem sérhæfa sig í fasteignum, fjármálaþjónustu, leigu á atvinnuhúsnæði og fjárfestingu myndu átta sig á mikilvægi þess að tryggja öryggi, gott aðgengi, aðlaðandi umhverfi viðskiptavina að fjölbreyttri þjónustu. Langar mig að nefna lélega og brotakenna lýsingu á bílastæðum og við gangstéttir þannig að öryggi fólks sérstaklega kvenna er ógnað - jafnvel um hábjartan dag. Viðhaldi er ábótavant, misfellur og brotnar hellur á göngustígum inni á eignasvæði lóðarhafa eru hættulegar öllum vegfarendum en þó sérstaklega eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu. Bílastæði eru geymslustæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, snjómoksturstæki, vöru- og sendiferðabíla, ferðahýsi og önnur atvinnutæki. Rusl er ekki týnt, gangstéttir ekki sópaðar og veggjakrot ekki þrifið. Spónaplötur festar í staðinn fyrir brotnar rúður, engin hjóla- eða hlaupahjólastæði eru fyrir þau sem sækja svæðið á virkum ferðamátum. Nákvæmlega ekkert er gert til að gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk, fyrir þau sem sækja þjónustu í Mjódd eða eiga leið þar í gegn. Þrátt fyrir Tenerife stemningu í göngugötunni, tækifæri séu til staðar að laða að mannlíf allan ársins hring er meðvirkni fyrir ástandi svæðinu orðin vandræðalega áberandi, eiginlega til skammar. Ekkert gert til að laða að iðandi mannlíf, fleira fólk til að sækja frábæra fjölbreytta þjónustu sem finnst í Mjódd. Langar mig að hvetja rekstraraðila í Mjódd til að standa saman og þrýsta á fasteignaeigendur til úrbóta. Íbúar hverfisins kalla eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Við sem sækjum þjónustu í Mjóddina gerum kröfu á að þið sem eigið fasteignirnar og rekið ykkar starfsemi, hugið að okkur sem viljum sækja þjónustu í heimabyggð, hjólandi, gangandi eða akandi. Á íbúafundi borgarstjóra í Breiðholtsskóla fyrir stuttu kom skýr vilji fundargesta um breytta ásýnd svæðisins fram. Íbúarnir kölluðu eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Þannig er kominn tími til að eigendavettvangur Mjóddar, fasteignaeigendur taki sig saman og leggi metnað sinn í að búa til metnaðarfullt borgarumhverfi við og undir einu yfirbyggðu göngugötu landsins. Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingagjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd. Höfundur er búsettur í Breiðholti, sækir þjónustu til Mjóddar og er formaður íbúaráðs Breiðholts.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun