Í frétt hollenska miðilsins Telegraaf kemur fram að gíslarnir hafi verið starfsmenn næturklúbbsins. Alls voru þeir sjö en þremur var sleppt í morgun. Eftir að maðurinn var handtekinn var hægt að hleypa fjórum til viðbótar út.
Update Ede: Zojuist is de laatste gegijzelde vrijgelaten. Er is één persoon aangehouden. Meer informatie kunnen we op dit moment nog niet delen. ^AM
— Politie Gelderland (@POL_Gelderland) March 30, 2024
„Þetta er hræðileg staða fyrir þetta fólk. Ég hef miklar áhyggjur af þeim og hugsa til þeirra og ástvina þeirra. Ég vona að hægt verði að leysa úr þessu fljótt og örugglega,“ var haft eftir bæjarstjóra Ede, René Verhulst, í frétt Telegraaf á meðan gíslatakan stóð enn yfir.
150 heimili rýmd
Alls voru um 150 heimili í bænum verið rýmd vegna gíslatökunnar. Mikill viðbúnaður var jafnframt á vettvangi og stórum hluta miðborgarinnar lokað.

Fréttin hefur verið uppfærð.