Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. mars 2024 14:00 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega sumargjöf Íslandsbanka til starfsmanna sinna. Hefð er fyrir slíkri gjöf í bankanum. Vísir Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. Íslandsbanki áformar að gefa öllu starfsfólki sínu sumargjöf að andvirði hundrað þúsund krónur í formi gjafabréfs í Icelandair samkvæmt upplýsingum þaðan. Bankinn hafi um árabil gefið starfsfólki sumargjöf í formi gjafabréfa og verðmæti þeirra hafi yfirleitt numið tugþúsundum króna. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir óviðeigandi að banki sem sé að hluta til í eigu ríkisins gefi slíkar gjafir. „Þetta slær mann svolítið sérstaklega í ljósi þess að hér er um fyrirtæki að hluta til í eigu ríkisins. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum sem eiga að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og þessi sumargjöf nemur ígildi fjögurra mánaða launahækkunar miðað við það sem við vorum að semja um. Maður hrekkur við þegar maður sér þessa upphæð sérstaklega af því að Íslandsbanki skilaði 25 milljörðum í hagnað á síðasta ári,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að áherslur bankans ættu að vera með allt öðrum hætti. „Ef viðskiptabankarnir í þessu tilviki Íslandsbanki telur sig geta greitt svona hækkanir út til starfsmanna sinna í sumargjöf þá held ég að það væri nær að láta þennan ávinning renna til viðskiptavina sinna og lækka þjónustugjöld og jafnvel vexti,“ segir Vilhjálmur. Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Íslandsbanki áformar að gefa öllu starfsfólki sínu sumargjöf að andvirði hundrað þúsund krónur í formi gjafabréfs í Icelandair samkvæmt upplýsingum þaðan. Bankinn hafi um árabil gefið starfsfólki sumargjöf í formi gjafabréfa og verðmæti þeirra hafi yfirleitt numið tugþúsundum króna. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir óviðeigandi að banki sem sé að hluta til í eigu ríkisins gefi slíkar gjafir. „Þetta slær mann svolítið sérstaklega í ljósi þess að hér er um fyrirtæki að hluta til í eigu ríkisins. Við erum nýbúin að ganga frá kjarasamningum sem eiga að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og þessi sumargjöf nemur ígildi fjögurra mánaða launahækkunar miðað við það sem við vorum að semja um. Maður hrekkur við þegar maður sér þessa upphæð sérstaklega af því að Íslandsbanki skilaði 25 milljörðum í hagnað á síðasta ári,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að áherslur bankans ættu að vera með allt öðrum hætti. „Ef viðskiptabankarnir í þessu tilviki Íslandsbanki telur sig geta greitt svona hækkanir út til starfsmanna sinna í sumargjöf þá held ég að það væri nær að láta þennan ávinning renna til viðskiptavina sinna og lækka þjónustugjöld og jafnvel vexti,“ segir Vilhjálmur.
Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira