NFL ætlar að taka jólin frá NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 14:00 Taylor Swift og jólasveinninn mættu bæði á leik Kansas City Chiefs og Las Vegas Raiders á síðasta jóladag og ekki spillti það fyrir áhorfinu. Getty/William Purnell NFL-deildin pakkaði NBA-deildinni saman í sjónvarpsáhorfi á síðasta jóladegi og nú lítur út fyrir að NFL ætli sér hreinlega að eigna sér þennan dag. NBA deildin í körfubolta hefur átt þennan dag næstum því skuldlaust undanfarna áratugi og það þykir mikill heiður fyrir liðin að spila á þeim degi enda þar spilar nær eingöngu aðeins skemmtileg og áhugaverð. NBA hefur getað treyst á það að fá sviðsljósið á heimilum Bandaríkjanna á þessum mikla fjölskyldudegi en það gæti verið að breytast hratt. The NFL is planning to play on Christmas Day again despite it falling on a Wednesday, @andrewlbeaton reports.The league is going against its previous stance after 2023 Christmas games averaged over 28 million viewers. pic.twitter.com/lctOoQjPBy— Front Office Sports (@FOS) March 26, 2024 Jólin duttu á helgi á síðasta ári og svo fór að þrír leikir fóru fram í NFL-deildinni 25. desember 2023 eða á sama tíma og fimm leikir í NBA-deildinni. NFL-deildin fékk alls að meðaltali 28 milljónir manns til að horfa á sína leiki á meðan aðeins fimm milljónir horfðu á stærsta NBA leikinn sem var á milli Los Angeles Lakers og Boston Celtics. Heildarmeðaláhorf allra fimm NBA leikjanna náði ekki áhorfi á leik Las Vegas Raiders og Kansas City Chiefs. Flestir héldu að þetta yrði nú bara einsdæmi en nýjustu fréttir úr herbúðum NFL er að það verði tveir leikir spilaðir á jóladegi í ár. Það þrátt fyrir að hann falli á miðvikudag, dag sem NFL-deildin spilar aldrei leiki á. Í raun verður hægt að horfa á NFL-leik á næstum því hverjum einasta degi frá 19. desember til 1. janúar. Það er því ljóst að NFL er á góðri leið með því að stela jóladegi af NBA. Hvort sem það var til heiðursmannasamkomulag eða ekki þá virðist það heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NBA NFL Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
NBA deildin í körfubolta hefur átt þennan dag næstum því skuldlaust undanfarna áratugi og það þykir mikill heiður fyrir liðin að spila á þeim degi enda þar spilar nær eingöngu aðeins skemmtileg og áhugaverð. NBA hefur getað treyst á það að fá sviðsljósið á heimilum Bandaríkjanna á þessum mikla fjölskyldudegi en það gæti verið að breytast hratt. The NFL is planning to play on Christmas Day again despite it falling on a Wednesday, @andrewlbeaton reports.The league is going against its previous stance after 2023 Christmas games averaged over 28 million viewers. pic.twitter.com/lctOoQjPBy— Front Office Sports (@FOS) March 26, 2024 Jólin duttu á helgi á síðasta ári og svo fór að þrír leikir fóru fram í NFL-deildinni 25. desember 2023 eða á sama tíma og fimm leikir í NBA-deildinni. NFL-deildin fékk alls að meðaltali 28 milljónir manns til að horfa á sína leiki á meðan aðeins fimm milljónir horfðu á stærsta NBA leikinn sem var á milli Los Angeles Lakers og Boston Celtics. Heildarmeðaláhorf allra fimm NBA leikjanna náði ekki áhorfi á leik Las Vegas Raiders og Kansas City Chiefs. Flestir héldu að þetta yrði nú bara einsdæmi en nýjustu fréttir úr herbúðum NFL er að það verði tveir leikir spilaðir á jóladegi í ár. Það þrátt fyrir að hann falli á miðvikudag, dag sem NFL-deildin spilar aldrei leiki á. Í raun verður hægt að horfa á NFL-leik á næstum því hverjum einasta degi frá 19. desember til 1. janúar. Það er því ljóst að NFL er á góðri leið með því að stela jóladegi af NBA. Hvort sem það var til heiðursmannasamkomulag eða ekki þá virðist það heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NBA NFL Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira