Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. mars 2024 20:41 Töskurnar sjö fundust á þremur mismunandi stöðum. Grafík/Sara Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. Spilakassafénu var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í gærmorgun en málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en í morgun, um sólarhring síðar. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar komu fyrst við á Videomarkaðnum í Hamraborg í gærmorgun til að sækja peninga úr spilakössum. Þeir fóru svo inn á Catalinu í sömu erindagjörðum og það var þá sem þjófarnir komu fyrir horn, og létu til skarar skríða. Upptaka er til af ráninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. „Þeir brjóta rúðu, afturrúðu á bílnum, komast þannig inn í hann og taka þarna nokkrar töskur, sjö töskur, fimm tómar en peningar í tveimur,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Þjófarnir hafi ekki verið mikið lengur en 40 sekúndur að athafna sig. Töskurnar opnaðar með slípirokk Rannsóknin hefur gengið hægt en síðdegis í dag var lýst eftir þessum tveimur mönnum á gráum Toyota Yaris, sem samkvæmt heimildum fréttastofu tengast rannsókn málsins. Töskurnar sjö eru allar fundnar; tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela, ekki langt frá Ístaki, að sögn lögreglu. „Það var búið að opna allar töskurnar með slípirokk, skera í sundur og engin verðmæti eftir,“ segir Heimir. Heildarupphæð fjármunanna hafi ekki verið staðfest, en um 20 til 30 milljónir hafi verið í töskunum. Þær eru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti, sé reynt að brjótast inn í töskurnar. Heimir segir vísbendingar um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. „Ég man ekki eftir svipuðu atviki. Ekki svona í bíl en auðvitað hefur verið farið inn í banka og fleira. Og við eigum gömul mál varðandi svoleiðis. En ég man ekki eftir svipuðu.“ Forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar verjast allra fregna af málinu en sendu þó frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem þeir staðfestu að brotist hefði verið inn í bíl fyrirtækisins. Öll verðmæti séu tryggð gagnvart viðskiptavinum og atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Forstjóri Happdrætti Háskólans staðfesti í dag að peningarnir væru úr spilakössum þeirra. Upphæðin sem stolið var hefur hins vegar ekki fengist staðfest hjá Happdrættinu. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17 Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Spilakassafénu var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í gærmorgun en málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en í morgun, um sólarhring síðar. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar komu fyrst við á Videomarkaðnum í Hamraborg í gærmorgun til að sækja peninga úr spilakössum. Þeir fóru svo inn á Catalinu í sömu erindagjörðum og það var þá sem þjófarnir komu fyrir horn, og létu til skarar skríða. Upptaka er til af ráninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. „Þeir brjóta rúðu, afturrúðu á bílnum, komast þannig inn í hann og taka þarna nokkrar töskur, sjö töskur, fimm tómar en peningar í tveimur,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Þjófarnir hafi ekki verið mikið lengur en 40 sekúndur að athafna sig. Töskurnar opnaðar með slípirokk Rannsóknin hefur gengið hægt en síðdegis í dag var lýst eftir þessum tveimur mönnum á gráum Toyota Yaris, sem samkvæmt heimildum fréttastofu tengast rannsókn málsins. Töskurnar sjö eru allar fundnar; tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela, ekki langt frá Ístaki, að sögn lögreglu. „Það var búið að opna allar töskurnar með slípirokk, skera í sundur og engin verðmæti eftir,“ segir Heimir. Heildarupphæð fjármunanna hafi ekki verið staðfest, en um 20 til 30 milljónir hafi verið í töskunum. Þær eru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti, sé reynt að brjótast inn í töskurnar. Heimir segir vísbendingar um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. „Ég man ekki eftir svipuðu atviki. Ekki svona í bíl en auðvitað hefur verið farið inn í banka og fleira. Og við eigum gömul mál varðandi svoleiðis. En ég man ekki eftir svipuðu.“ Forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar verjast allra fregna af málinu en sendu þó frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem þeir staðfestu að brotist hefði verið inn í bíl fyrirtækisins. Öll verðmæti séu tryggð gagnvart viðskiptavinum og atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Forstjóri Happdrætti Háskólans staðfesti í dag að peningarnir væru úr spilakössum þeirra. Upphæðin sem stolið var hefur hins vegar ekki fengist staðfest hjá Happdrættinu.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17 Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17
Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent