Bankasýslan þögul sem gröfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 10:54 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, (t.v.) hyggst ekki tjá sig um kaup Landsbankans á TM eða misræmi í frásögn hans og formanns bankaráðs Landsbankans af símtali frá því í desember fyrr en nær dregur hluthafafundi. Með honum á myndinni er Lárus Blöndal, fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Vilhelm Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Tilkynnt var um það sunnudaginn 17. mars að Kvika banki hafi samþykkt skuldbindandi kauptilboð Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf. sama dag. Strax í kjölfarið lýsti Bankasýsla ríkisins yfir undrun á þessum fregnum og fullyrti að Bankasýslan, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, hafi ekki verið upplýst formlega um að bankinn hafi gert tilboð í TM. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, lýsti því í bréfi sem hann sendi Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, mánudaginn 18. mars að formaður bankaráðs Landsbankans hafi síðastliðið sumar upplýst Bankasýsluna um áhuga bankans á TM en ekkert hafi orðið úr þeim viðleitunum. Engar frekari upplýsingar hafi borist um þátttöku Landsbankans í söluferlinu, sem hófst formlega hjá Kviku banka 17. nóvember síðastliðinn. „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin,“ sagði í bréfi Jóns Gunnars til Þórdísar Kolbrúnar. Síðastliðinn föstudag, 22. mars, svaraði bankaráð Landsbankans Bankasýslunni og sagði upplýsingagjöf við kaupferlið hafa verið fullnægjandi. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist hafa í símtali við Tryggva Pálsson, stjórnarformann Bankasýslunnar, þann 20. desember síðastliðinn upplýst hann um að Landsbankinn hafi lagt fram óskuldbindandi tilboð í TM tryggingar. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Innihald þessa símtals er því nokkuð óljóst og Bankasýslan hefur ekki viljað tjá sig, staðfesta eða mótmæla, um hvað fór Tryggva og Helgu Björk á milli. Tryggvi sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að tilnefna fulltrúa í bankaráð Landsbankans. Frestur til þess rennur út 14. apríl næstkomandi, hluthafafundur Landsbankans fer svo fram fimm dögum síðar, 19. apríl. Jón Gunnar segir í skriflegu svari við fréttastofu í morgun að hann ætli ekki að veita viðtal um málið. Fréttin var uppfærð klukkan 11:41. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Jón Gunnar hafi svarað fréttastofu því að það sama gilti um sig og Tryggva Pálsson, það er að hann ætlaði ekki að tjá sig fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl. Jón Gunnar hefur skýrt það að skriflegt svar hans hafi verið rangtúlkað og hann ætli ekki að veita viðtal vegna málsins. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Tilkynnt var um það sunnudaginn 17. mars að Kvika banki hafi samþykkt skuldbindandi kauptilboð Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf. sama dag. Strax í kjölfarið lýsti Bankasýsla ríkisins yfir undrun á þessum fregnum og fullyrti að Bankasýslan, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, hafi ekki verið upplýst formlega um að bankinn hafi gert tilboð í TM. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, lýsti því í bréfi sem hann sendi Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, mánudaginn 18. mars að formaður bankaráðs Landsbankans hafi síðastliðið sumar upplýst Bankasýsluna um áhuga bankans á TM en ekkert hafi orðið úr þeim viðleitunum. Engar frekari upplýsingar hafi borist um þátttöku Landsbankans í söluferlinu, sem hófst formlega hjá Kviku banka 17. nóvember síðastliðinn. „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin,“ sagði í bréfi Jóns Gunnars til Þórdísar Kolbrúnar. Síðastliðinn föstudag, 22. mars, svaraði bankaráð Landsbankans Bankasýslunni og sagði upplýsingagjöf við kaupferlið hafa verið fullnægjandi. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist hafa í símtali við Tryggva Pálsson, stjórnarformann Bankasýslunnar, þann 20. desember síðastliðinn upplýst hann um að Landsbankinn hafi lagt fram óskuldbindandi tilboð í TM tryggingar. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Innihald þessa símtals er því nokkuð óljóst og Bankasýslan hefur ekki viljað tjá sig, staðfesta eða mótmæla, um hvað fór Tryggva og Helgu Björk á milli. Tryggvi sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að tilnefna fulltrúa í bankaráð Landsbankans. Frestur til þess rennur út 14. apríl næstkomandi, hluthafafundur Landsbankans fer svo fram fimm dögum síðar, 19. apríl. Jón Gunnar segir í skriflegu svari við fréttastofu í morgun að hann ætli ekki að veita viðtal um málið. Fréttin var uppfærð klukkan 11:41. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Jón Gunnar hafi svarað fréttastofu því að það sama gilti um sig og Tryggva Pálsson, það er að hann ætlaði ekki að tjá sig fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl. Jón Gunnar hefur skýrt það að skriflegt svar hans hafi verið rangtúlkað og hann ætli ekki að veita viðtal vegna málsins.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30
Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent