Strangtrúaðir æfir yfir því að verða mögulega skikkaðir til herþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 07:38 Strangtrúaðir hafa mótmælt fyrirætlunum stjórnvalda harðlega og komið hefur til átaka milli þeirra og lögreglu. Getty/Alexi J. Rosenfeld Mikillar óánægju gætir með nýtt frumvarp í Ísrael sem kveður meðal annars á um að strangtrúaðir gyðingar verði látnir gegna herskyldu og að herskyldan verði lengd. Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira