Vísindamenn vilja friðlýsa vísindalega mikilvæg svæði á tunglinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 08:13 Vísindamenn sjá fyrir sér margs konar rannsóknir á tunglinu en frumkvöðlar horfa einnig til tunglsins með ýmis tækifæri í huga, til að mynda námugröft. Getty Vísindamenn kalla nú eftir því að ákveðin svæði á tunglinu verði friðlýst, til að tryggja að hægt verði að gera ákveðnar rannsóknir þar í framtíðinni. Margir ætla sér stóra hluti á tunglinu á næstu árum og áratugum. Svæðin sem um ræðir búa yfir ýmsum kostum; sum þeirra eru í algjöru vari frá hávaða frá jörðinni, sum eru laus við allan titring í jörðu og önnur hafa aldrei verið böðuð sólarljósi og eru því ísköld. Köldu svæðin eru tilvalin staðsetning fyrir infra-rauðra geimsjónauka sem virka aðeins þar sem hitastigið er undir -200 gráðum. Þá sjá vísindamenn fyrir sér að koma fyrir útvarpssjónaukum hinum megin á tunglinu, á svæðum sem eru í friði fyrir útsendingum frá jörðinni. Á þeim svæðum hyggur nýsköpunarfyrirtækið Interlune hins vegar á námugröft, til að sækja helium-3 sem er mikilvægt hráefni í hátækniiðnaði. Þá eru að minnsta kosti 22 leiðangrar á tunglið á áætlun fyrir árið 2026. Bandaríkjamenn annars vegar og Rússar og Kínverjar hins vegar hyggjast einnig reisa geimstöðvar á tunglinu fyrir árið 2040. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ef ekkert verður gert til að samræma aðgerðir og umsvif á tunglinu, megi allt eins gera ráð fyrir árekstrum. Sjá megi fyrir sér að fyrirætlanir eins ógni fyrirætlunum annarra. Martin Elvis, stjörnufræðingur við Harvard og Smithsonian Center for Astrophysics í Massachusetts, segir mannkynið standa á tímamótum en nú sé komið að því í fyrsta sinn að maðurinn ákveði hvernig hann hyggst sækja fram í geimnum. Hætta sé á að einstök tækifæri til að rannsaka og skilja alheiminn fari forgörðum. Elvis og Alanna Krolikowski, stjórnmálafræðingur við Missouri University of Science and Technology, hafa ritað grein í Philosophical Transactions þar sem þau segja umrædd svæði, sem köllu eru Sesis, fela í sér einstaka möguleika til að stunda rannsóknir á alheimnum en svæðin séu fágæt og viðkvæm. Sesis stendur fyrir „sites of extraordinary scientific importance“. Elvis segir þá stöðu vel geta komið upp að menn hafi ólíka sýn á það hvernig þeir hyggjast nýta sama svæðið. Nauðsynlegt sé að eiga samráð um nýtingu á tunglinu til að fyrirbyggja árekstra og vernda mikilvæg svæði. Tunglið Vísindi Tækni Geimurinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Svæðin sem um ræðir búa yfir ýmsum kostum; sum þeirra eru í algjöru vari frá hávaða frá jörðinni, sum eru laus við allan titring í jörðu og önnur hafa aldrei verið böðuð sólarljósi og eru því ísköld. Köldu svæðin eru tilvalin staðsetning fyrir infra-rauðra geimsjónauka sem virka aðeins þar sem hitastigið er undir -200 gráðum. Þá sjá vísindamenn fyrir sér að koma fyrir útvarpssjónaukum hinum megin á tunglinu, á svæðum sem eru í friði fyrir útsendingum frá jörðinni. Á þeim svæðum hyggur nýsköpunarfyrirtækið Interlune hins vegar á námugröft, til að sækja helium-3 sem er mikilvægt hráefni í hátækniiðnaði. Þá eru að minnsta kosti 22 leiðangrar á tunglið á áætlun fyrir árið 2026. Bandaríkjamenn annars vegar og Rússar og Kínverjar hins vegar hyggjast einnig reisa geimstöðvar á tunglinu fyrir árið 2040. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ef ekkert verður gert til að samræma aðgerðir og umsvif á tunglinu, megi allt eins gera ráð fyrir árekstrum. Sjá megi fyrir sér að fyrirætlanir eins ógni fyrirætlunum annarra. Martin Elvis, stjörnufræðingur við Harvard og Smithsonian Center for Astrophysics í Massachusetts, segir mannkynið standa á tímamótum en nú sé komið að því í fyrsta sinn að maðurinn ákveði hvernig hann hyggst sækja fram í geimnum. Hætta sé á að einstök tækifæri til að rannsaka og skilja alheiminn fari forgörðum. Elvis og Alanna Krolikowski, stjórnmálafræðingur við Missouri University of Science and Technology, hafa ritað grein í Philosophical Transactions þar sem þau segja umrædd svæði, sem köllu eru Sesis, fela í sér einstaka möguleika til að stunda rannsóknir á alheimnum en svæðin séu fágæt og viðkvæm. Sesis stendur fyrir „sites of extraordinary scientific importance“. Elvis segir þá stöðu vel geta komið upp að menn hafi ólíka sýn á það hvernig þeir hyggjast nýta sama svæðið. Nauðsynlegt sé að eiga samráð um nýtingu á tunglinu til að fyrirbyggja árekstra og vernda mikilvæg svæði.
Tunglið Vísindi Tækni Geimurinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira