Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 07:58 Skemmd íbúablokk í úthverfi Kyiv í kjölfar loftárása í vikunni. vísir/vilhelm Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. Samkvæmt ráðamönnum í Úkraínu og Póllandi er um „gríðarlegar árásir“ að ræða. Aukinn harka virðist hafa færst í átökin á allra síðustu dögum. Hryðjuverkaárásin í Moskvu, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill bendla Úkraínu við, verður ekki til þess fallin að draga úr hörkunni. 133 létust í árásinni á tónleikahöll í útjaðri Moskvuborgar, en Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir það að tengjast árásinni á nokkurn hátt. Þá hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Einungis eru nokkrir dagar síðan Rússar náðu völdum í þorpinu Ivanivske vestur af Bakhmut í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vitali Klitschko borgarstjóri Kyiv beindi því í nótt til íbúa að halda sig í loftvarnarskýlum á meðan árásir stæðu yfir. Hann ítrekaði að loftvarnarkerfi virki. Nágrenni borgarinnar Lviv varð einnig fyrir árásum, að sögn landstjórans Maksym Kozytsky. Fyrstu fréttir benda til þess að enginn hafi særst eða látist í árásunum, að sögn talsmanns úkraínska hersins í Kyiv. Pólski herinn gaf einnig frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að aukið viðbúnaðarstig hefði tekið gildi vegna árásanna. Væri það vegna „ákafra árása frá langdrægnum loftárásarbúnaði“. Þá kom síðar fram að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands í árásunum, sem hafi leitt til aukins viðbúnaðar flughersins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Samkvæmt ráðamönnum í Úkraínu og Póllandi er um „gríðarlegar árásir“ að ræða. Aukinn harka virðist hafa færst í átökin á allra síðustu dögum. Hryðjuverkaárásin í Moskvu, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill bendla Úkraínu við, verður ekki til þess fallin að draga úr hörkunni. 133 létust í árásinni á tónleikahöll í útjaðri Moskvuborgar, en Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir það að tengjast árásinni á nokkurn hátt. Þá hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Einungis eru nokkrir dagar síðan Rússar náðu völdum í þorpinu Ivanivske vestur af Bakhmut í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vitali Klitschko borgarstjóri Kyiv beindi því í nótt til íbúa að halda sig í loftvarnarskýlum á meðan árásir stæðu yfir. Hann ítrekaði að loftvarnarkerfi virki. Nágrenni borgarinnar Lviv varð einnig fyrir árásum, að sögn landstjórans Maksym Kozytsky. Fyrstu fréttir benda til þess að enginn hafi særst eða látist í árásunum, að sögn talsmanns úkraínska hersins í Kyiv. Pólski herinn gaf einnig frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að aukið viðbúnaðarstig hefði tekið gildi vegna árásanna. Væri það vegna „ákafra árása frá langdrægnum loftárásarbúnaði“. Þá kom síðar fram að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands í árásunum, sem hafi leitt til aukins viðbúnaðar flughersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira