Atriðið má horfa á hér fyrir neðan. Þar tók sveitin slagarann Allir eru að fá sér, eitt þekktasta partýlag landsins sem Raggi Bjarna tók með sveitinni á sínum tíma. Lagið sló í gegn á sínum tíma og því ætlaði allt um koll að keyra í salnum þegar sveitin tók lagið.
Nokkuð óhætt er að fullyrða að viðlagið hafi aldrei verið eins öflugt og nú þökk sé barnakórnum á sviðinu. Krakkarnir voru í bullandi stuði og tóku vel undir með þeim Bent, Erpi og Lúlla.
Horfa má á öll lögin sem XXX Rottweiler tók hér fyrir neðan:
Horfa má á fleiri uppákomur og atriði af Hlustendaverðlaununum á sjónvarpsvef Vísis.