Getur ekki keppt í formúlu 1 af því að liðið gaf öðrum bílinn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 14:30 Alexander Albon frá Tælandi og Logan Sargeant frá Bandaríkjunum eru ökumenn Williams liðsins. Getty/Peter Fox Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum. OFFICIEL ! Williams annonce que Logan Sargeant laissera sa monoplace à Alex Albon pour le reste du week-end ! #F1 #AusGP pic.twitter.com/yRHB9r5OZw— Off Track (@OffTrack_FR) March 22, 2024 Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram. Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant. Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli. Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar. „Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins. BREAKING Alex Albon to race in Logan Sargeant s car for the remainder of the weekend.Sargeant will sit out the Australian Grand Prix#F1 #AusGP pic.twitter.com/l4QzKJvWsS— Formula 1 (@F1) March 22, 2024 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum. OFFICIEL ! Williams annonce que Logan Sargeant laissera sa monoplace à Alex Albon pour le reste du week-end ! #F1 #AusGP pic.twitter.com/yRHB9r5OZw— Off Track (@OffTrack_FR) March 22, 2024 Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram. Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant. Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli. Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar. „Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins. BREAKING Alex Albon to race in Logan Sargeant s car for the remainder of the weekend.Sargeant will sit out the Australian Grand Prix#F1 #AusGP pic.twitter.com/l4QzKJvWsS— Formula 1 (@F1) March 22, 2024
Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira