Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2024 22:22 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Einar Árnason Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um loðnuna en í venjulegu árferði væri íslenski loðnuflotinn þessa dagana að ljúka loðnuvertíð. Loðna í nægilegu magni til að réttlæta veiðar hefur hins vegar ekki ennþá fundist. -Er hægt að segja núna að það sé loðnubrestur þennan veturinn? „Já, ég held við getum sagt það með mjög mikilli vissu að það verður ekki loðnuvertíð þennan veturinn,“ svarar fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun. Vopnafjörður er meðal þeirra samfélaga sem eiga mikið undir loðnuveiðum. Þar rekur Brim uppsjávarvinnslu.Stöð 2 Hann segir allmikla leit hafa verið gerða að loðnunni í vetur en telur að það sé í rauninni bara minna af henni en gert hafi verið ráð fyrir í haust. Síðasta loðnuleitarleiðangri, þeim þriðja frá áramótum, lauk án árangurs í febrúarlok. Ábendingar um loðnugöngur síðan hafa að mati fiskifræðinga ekki þótt nægilega afgerandi til að bregðast við. „Það er komin loðna fyrir utan Breiðafjörð að hrygna, bara í litlu magni. En það er allavega hrygning að eiga sér stað,“ segir Guðmundur. Loðnu landað um borð í Beiti NK, skip Síldarvinnslunnar. Myndin er tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir þremur árum.Sigurjón Ólason Loðnuvertíðin í fyrra var óvenju góð, gaf milli 50 og 60 milljarða króna útflutningsverðmæti. Fáir bjuggust við öðru eins ævintýri í ár. Engu að síður voru væntingar um kannski 20 milljarða króna vertíð. Þetta er því skellur. „Já, örugglega. Því að við gerðum ráð fyrir að það gæti orðið einhver vertíð, þó að hún yrði aldrei mikil. Kannski milli 100 og 200 þúsund tonna vertíð. En það gengur ekki eftir, það er alveg ljóst. Þetta er bara leiðinlegt. En svona er þetta. Við erum búin að fá núna þrjú ár með loðnu. Ágætisvertíðir tvær þarna. Þar á undan voru tvö loðnuleysisár.“ „Þetta er bara leiðinlegt. En svona er þetta,“ segir fiskifræðingurinn í viðtali við Stöð 2.Einar Árnason Þegar spurt er um skýringar segir Guðmundur vitað að loðnan hafi upp úr aldamótum tekið að færa sig nær Grænlandi, sennilega vegna umhverfisbreytinga í hafinu. „Síðan þá hafa vertíðirnar ekki verið eins stórar. Framleiðni stofnsins hefur ekki verið eins mikil. Af hverju vitum við ekki. En mögulega er það svæði bara ekki að gefa eins mikið,“ svarar fiskifræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vopnafjörður Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um loðnuna en í venjulegu árferði væri íslenski loðnuflotinn þessa dagana að ljúka loðnuvertíð. Loðna í nægilegu magni til að réttlæta veiðar hefur hins vegar ekki ennþá fundist. -Er hægt að segja núna að það sé loðnubrestur þennan veturinn? „Já, ég held við getum sagt það með mjög mikilli vissu að það verður ekki loðnuvertíð þennan veturinn,“ svarar fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun. Vopnafjörður er meðal þeirra samfélaga sem eiga mikið undir loðnuveiðum. Þar rekur Brim uppsjávarvinnslu.Stöð 2 Hann segir allmikla leit hafa verið gerða að loðnunni í vetur en telur að það sé í rauninni bara minna af henni en gert hafi verið ráð fyrir í haust. Síðasta loðnuleitarleiðangri, þeim þriðja frá áramótum, lauk án árangurs í febrúarlok. Ábendingar um loðnugöngur síðan hafa að mati fiskifræðinga ekki þótt nægilega afgerandi til að bregðast við. „Það er komin loðna fyrir utan Breiðafjörð að hrygna, bara í litlu magni. En það er allavega hrygning að eiga sér stað,“ segir Guðmundur. Loðnu landað um borð í Beiti NK, skip Síldarvinnslunnar. Myndin er tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir þremur árum.Sigurjón Ólason Loðnuvertíðin í fyrra var óvenju góð, gaf milli 50 og 60 milljarða króna útflutningsverðmæti. Fáir bjuggust við öðru eins ævintýri í ár. Engu að síður voru væntingar um kannski 20 milljarða króna vertíð. Þetta er því skellur. „Já, örugglega. Því að við gerðum ráð fyrir að það gæti orðið einhver vertíð, þó að hún yrði aldrei mikil. Kannski milli 100 og 200 þúsund tonna vertíð. En það gengur ekki eftir, það er alveg ljóst. Þetta er bara leiðinlegt. En svona er þetta. Við erum búin að fá núna þrjú ár með loðnu. Ágætisvertíðir tvær þarna. Þar á undan voru tvö loðnuleysisár.“ „Þetta er bara leiðinlegt. En svona er þetta,“ segir fiskifræðingurinn í viðtali við Stöð 2.Einar Árnason Þegar spurt er um skýringar segir Guðmundur vitað að loðnan hafi upp úr aldamótum tekið að færa sig nær Grænlandi, sennilega vegna umhverfisbreytinga í hafinu. „Síðan þá hafa vertíðirnar ekki verið eins stórar. Framleiðni stofnsins hefur ekki verið eins mikil. Af hverju vitum við ekki. En mögulega er það svæði bara ekki að gefa eins mikið,“ svarar fiskifræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vopnafjörður Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48