Gapandi yfir gjörbreyttu frumvarpi og varar við því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 14:13 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Arnar Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir. Búvörulögin voru til þriðju umræðu á Alþingi í gær og kvöddu margir þingmenn sér hljóðs. Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks töluðu fyrir frumvarpinu en þingmenn stjórnarandstöðunnar vöruðu eindregið við því. „Tökum eitt skref í einu og göngum ekki lengra í að veita undanþágur frá samkeppnislögum heldur en tilefni er til. Ég biðla til þingmeirihlutans hér á Alþingi að málið verði rýnt betur og nefndin taki sér tíma í að yfirfara og bregðast við þeim athugasemdum sem fram hafa komið. Ég held að þetta sé algjört lykilatriði til að tryggja eins breiða sátt og hægt er til að liðka fyrir frekari hagræðingu í landbúnaði í þágu neytenda og bænda,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar sem var meðal þeirra sem kröfðust frekari umræðu. Bréf til atvinnuveganefndar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sendi bréf til atvinnuveganefndar Alþingis í gær og lýsti yfir miklum áhyggjum. Forsaga málsins er sú að Svandís Svavarsdóttir, sem nú er í veikindaleyfi sem matvælaráðherra, lagði fram frumvarp sem ætlað var að styrkja stöðu bænda. Það átti að tryggja bændum á Íslandi svigrúm til hagræðingar og verkaskiptingar svipað og tíðkast á Norðurlöndunum. Frumvarpið var í tvígang lagt fram og í bæði skiptin bárust fjöldi umsagna sem vöruðu við frumvarpinu. Fór svo að atvinnuveganefnd gerði stórtækar breytingar á frumvarpinu sem að mati Samkeppniseftirlitsins hefur nú verið endurskrifað að miklu leyti. Samkeppniseftirlitið hefur áhyggjur af því að kjötafurðastöðvum verði heimilað að hafa með sér hvers konar samráð um verkaskiptingu, verðlagningu eða aðra þætti starfseminnar. Eitthvað sem væri ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Í upphaflegu frumvarpi áttu aðeins bændur að fá undanþágu frá bannið við samráði. Fyrir vikið geti nú stórfyrirtæki, sem ekki eru í eigu bænda, fengið undanþágu frá banni samkeppnislaga við samráði. Þá er í nýja frumvarpinu fellst niður ákvæði um heimild Samkeppniseftirlitsins til að mæla fyrir um að einstaka samningar eða ákvarðanir framleiðenda séu óheimilir. Auk þess mega, verði frumvarpið að lögum, kjötafurðastöðvar sameinast án takmarkana. Sú heimild var ekki í upphaflegu frumvarpi ráðherra. Engin dæmi eru um slíka undanþágu í nágrannalöndum að sögn Páls Gunnars. Hann bendir einnig á að undanþágurnar taki til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum án tillits til stöðu búgreinar. Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nauakjöti og kjúklingakjöti hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Þannig geti allar kjötafurðastöðvar landsins runnið saman, myndað einokunarfyrirtæki og þannig skaðað með alvarlegum hætti hagsmuni neytenda og sömuleiðis bændanna sjálfra. ASÍ, VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu auk Félags atvinnurekenda hafa í dag varað við því að frumvarpið verði að lögum. Hafa aðilar vísað til þess að verði frumvarpið að lögum leiði það til slæmra áhrifa á verðlag. Páll Gunnar bendir á að kjötafurðastöðvum sé með nýja frumvarpinu veitt fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda, neytenda og smásala. Ekkert aðhald komi í staðinn fyrir þá krafa samkeppni sem banni við samráði og eftirliti með samrunum er ætlað að vernda. Til dæmis sé ekki gert ráð fyrir opinberi verðlagningu líkt og í mjólkurframleiðslu. Skyldur verði haldlausar Ekki sé heldur gert ráð fyrir því að bændur getir skapað aðhald með kjötafurðastöðvum í gegnum meirihlutaeignarhald, enda enginn áskilnaður gerður um eignarhald bænda eða stjórnun þeirra á afurðastöðvum, líkt og kveðið var á um í upphaflegu frumvarpi. Í hinu breytta frumvarpi sé kveðið á um tvenns konar skilyrði: Annars vegar skyldu gagnvart viðskiptavinum, þ.e. skyldu til að safna afurðum frá bændum og skyldu til að selja afurðir til vinnsluaðila. Þessar skyldur skapa ekki aðhald með verðlagningu. Hins vegar áskilnaður um að bændur geti fært viðskipti sín annað eða átt einungis viðskipti við afurðastöð um afmarkaða þætti. Þessar skyldur verða eðli máls samkvæmt haldlausar þegar allar afurðastöðvar viðkomandi búgreina hafa sameinast. Samkeppniseftirlitinu sé ætlað að hafa eftirlit með þessum skilyrðum, án þess að útfært sé nánar í hverju það felist. Allt að einu geti þetta eftirlit með engum hætti komið í veg fyrir það samfélagslega tjón sem leiða muni af hinu breytta frumvarpi. Frekara mat þurfi Athugasemdir eftirlitsins eru hvergi nærri tæmandi. Eftirlitið varar eindregið við því að frumvarpið verði samþykkt án frekara mats á áhrifum þess. Með frumvarpinu séu felldar niður varnir sem samkeppnislög búi bændum og neytendum án þess að aðrar haldbærar varnir komi í staðinn. Afleiðingarnar verði að öllum líkindum eftirfarandi: Hagsmunir neytenda verða fyrir borð bornir. Allar líkur eru á því að breytingarnar leiði til þess að verð á kjötvörum til neytenda hækki, þar sem afurðastöðvum er ætlað sjálfdæmi um verðlagningu án takmarkana. Frumvarpið gengur því í berhögg við forsendur nýgerðra kjarasamninga. Hagmunir bænda verða fyrir borð bornir. Það aðhald sem bændur geta sýnt viðsemjendum sínum, m.a. til að stuðla að ásættanlegu afurðaverði eða framþróun greinarinnar að öðru leyti, minnkar eða hverfur. Kannanir Samkeppniseftirlitsins sýna að nú þegar eru bændur ósáttir við stöðu sína gagnvart afurðastöðvum. Líkur eru á því að það ástand muni versna. Íslenskar afurðastöðvar munu búa við undanþágur frá samkeppnislögum sem hvergi þekkjast í nágrannaríkjum. Grunnforsendur fyrir undanþágum frá samkeppnisreglum í nágrannaríkjum eru m.a. eftirfarandi: Að aðeins bændur og fyrirtæki sem þeir eiga eða stjórna njóti undanþágunnar, að staða bænda gagnvart viðsemjendum sínum sé styrkt, að samkeppnisaðhaldi sé ekki eytt, og að samrunareglum samkeppnislaga sé beitt til þess að koma í veg fyrir samkeppnishamlandi samruna og/eða tryggja að ábati af þeim renni til bænda og neytenda. Tillögur nefndarinnar taka ekki mið af þessum forsendum. Breytingar á mörkuðum sem frumvarpið heimilar verða að miklu leyti óafturkræfar, þar sem ógerlegt kann að reynast að vinda ofan af skaðlegum samrunum og samráði. Samkeppniseftirlitið telur óhjákvæmilegt annað en að atvinnuveganefnd kalli að nýju eftir umsögnum hagsmunaaðila enda um því sem næst nýtt frumvarp að ræða. Það sé meðal annars mikilvægt vegna mögulegra áhrifa frumvarpsins á forsendur nýgerðra kjarasamninga. Landbúnaður Alþingi Verðlag Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Búvörulögin voru til þriðju umræðu á Alþingi í gær og kvöddu margir þingmenn sér hljóðs. Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks töluðu fyrir frumvarpinu en þingmenn stjórnarandstöðunnar vöruðu eindregið við því. „Tökum eitt skref í einu og göngum ekki lengra í að veita undanþágur frá samkeppnislögum heldur en tilefni er til. Ég biðla til þingmeirihlutans hér á Alþingi að málið verði rýnt betur og nefndin taki sér tíma í að yfirfara og bregðast við þeim athugasemdum sem fram hafa komið. Ég held að þetta sé algjört lykilatriði til að tryggja eins breiða sátt og hægt er til að liðka fyrir frekari hagræðingu í landbúnaði í þágu neytenda og bænda,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar sem var meðal þeirra sem kröfðust frekari umræðu. Bréf til atvinnuveganefndar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sendi bréf til atvinnuveganefndar Alþingis í gær og lýsti yfir miklum áhyggjum. Forsaga málsins er sú að Svandís Svavarsdóttir, sem nú er í veikindaleyfi sem matvælaráðherra, lagði fram frumvarp sem ætlað var að styrkja stöðu bænda. Það átti að tryggja bændum á Íslandi svigrúm til hagræðingar og verkaskiptingar svipað og tíðkast á Norðurlöndunum. Frumvarpið var í tvígang lagt fram og í bæði skiptin bárust fjöldi umsagna sem vöruðu við frumvarpinu. Fór svo að atvinnuveganefnd gerði stórtækar breytingar á frumvarpinu sem að mati Samkeppniseftirlitsins hefur nú verið endurskrifað að miklu leyti. Samkeppniseftirlitið hefur áhyggjur af því að kjötafurðastöðvum verði heimilað að hafa með sér hvers konar samráð um verkaskiptingu, verðlagningu eða aðra þætti starfseminnar. Eitthvað sem væri ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Í upphaflegu frumvarpi áttu aðeins bændur að fá undanþágu frá bannið við samráði. Fyrir vikið geti nú stórfyrirtæki, sem ekki eru í eigu bænda, fengið undanþágu frá banni samkeppnislaga við samráði. Þá er í nýja frumvarpinu fellst niður ákvæði um heimild Samkeppniseftirlitsins til að mæla fyrir um að einstaka samningar eða ákvarðanir framleiðenda séu óheimilir. Auk þess mega, verði frumvarpið að lögum, kjötafurðastöðvar sameinast án takmarkana. Sú heimild var ekki í upphaflegu frumvarpi ráðherra. Engin dæmi eru um slíka undanþágu í nágrannalöndum að sögn Páls Gunnars. Hann bendir einnig á að undanþágurnar taki til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum án tillits til stöðu búgreinar. Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nauakjöti og kjúklingakjöti hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Þannig geti allar kjötafurðastöðvar landsins runnið saman, myndað einokunarfyrirtæki og þannig skaðað með alvarlegum hætti hagsmuni neytenda og sömuleiðis bændanna sjálfra. ASÍ, VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu auk Félags atvinnurekenda hafa í dag varað við því að frumvarpið verði að lögum. Hafa aðilar vísað til þess að verði frumvarpið að lögum leiði það til slæmra áhrifa á verðlag. Páll Gunnar bendir á að kjötafurðastöðvum sé með nýja frumvarpinu veitt fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda, neytenda og smásala. Ekkert aðhald komi í staðinn fyrir þá krafa samkeppni sem banni við samráði og eftirliti með samrunum er ætlað að vernda. Til dæmis sé ekki gert ráð fyrir opinberi verðlagningu líkt og í mjólkurframleiðslu. Skyldur verði haldlausar Ekki sé heldur gert ráð fyrir því að bændur getir skapað aðhald með kjötafurðastöðvum í gegnum meirihlutaeignarhald, enda enginn áskilnaður gerður um eignarhald bænda eða stjórnun þeirra á afurðastöðvum, líkt og kveðið var á um í upphaflegu frumvarpi. Í hinu breytta frumvarpi sé kveðið á um tvenns konar skilyrði: Annars vegar skyldu gagnvart viðskiptavinum, þ.e. skyldu til að safna afurðum frá bændum og skyldu til að selja afurðir til vinnsluaðila. Þessar skyldur skapa ekki aðhald með verðlagningu. Hins vegar áskilnaður um að bændur geti fært viðskipti sín annað eða átt einungis viðskipti við afurðastöð um afmarkaða þætti. Þessar skyldur verða eðli máls samkvæmt haldlausar þegar allar afurðastöðvar viðkomandi búgreina hafa sameinast. Samkeppniseftirlitinu sé ætlað að hafa eftirlit með þessum skilyrðum, án þess að útfært sé nánar í hverju það felist. Allt að einu geti þetta eftirlit með engum hætti komið í veg fyrir það samfélagslega tjón sem leiða muni af hinu breytta frumvarpi. Frekara mat þurfi Athugasemdir eftirlitsins eru hvergi nærri tæmandi. Eftirlitið varar eindregið við því að frumvarpið verði samþykkt án frekara mats á áhrifum þess. Með frumvarpinu séu felldar niður varnir sem samkeppnislög búi bændum og neytendum án þess að aðrar haldbærar varnir komi í staðinn. Afleiðingarnar verði að öllum líkindum eftirfarandi: Hagsmunir neytenda verða fyrir borð bornir. Allar líkur eru á því að breytingarnar leiði til þess að verð á kjötvörum til neytenda hækki, þar sem afurðastöðvum er ætlað sjálfdæmi um verðlagningu án takmarkana. Frumvarpið gengur því í berhögg við forsendur nýgerðra kjarasamninga. Hagmunir bænda verða fyrir borð bornir. Það aðhald sem bændur geta sýnt viðsemjendum sínum, m.a. til að stuðla að ásættanlegu afurðaverði eða framþróun greinarinnar að öðru leyti, minnkar eða hverfur. Kannanir Samkeppniseftirlitsins sýna að nú þegar eru bændur ósáttir við stöðu sína gagnvart afurðastöðvum. Líkur eru á því að það ástand muni versna. Íslenskar afurðastöðvar munu búa við undanþágur frá samkeppnislögum sem hvergi þekkjast í nágrannaríkjum. Grunnforsendur fyrir undanþágum frá samkeppnisreglum í nágrannaríkjum eru m.a. eftirfarandi: Að aðeins bændur og fyrirtæki sem þeir eiga eða stjórna njóti undanþágunnar, að staða bænda gagnvart viðsemjendum sínum sé styrkt, að samkeppnisaðhaldi sé ekki eytt, og að samrunareglum samkeppnislaga sé beitt til þess að koma í veg fyrir samkeppnishamlandi samruna og/eða tryggja að ábati af þeim renni til bænda og neytenda. Tillögur nefndarinnar taka ekki mið af þessum forsendum. Breytingar á mörkuðum sem frumvarpið heimilar verða að miklu leyti óafturkræfar, þar sem ógerlegt kann að reynast að vinda ofan af skaðlegum samrunum og samráði. Samkeppniseftirlitið telur óhjákvæmilegt annað en að atvinnuveganefnd kalli að nýju eftir umsögnum hagsmunaaðila enda um því sem næst nýtt frumvarp að ræða. Það sé meðal annars mikilvægt vegna mögulegra áhrifa frumvarpsins á forsendur nýgerðra kjarasamninga.
Landbúnaður Alþingi Verðlag Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira