Dældu skemmdri díselolíu á bíla sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 11:20 Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi. Vísir/Vilhelm Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini. Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir málið hafa komið upp í gær þegar viðskiptavinur hafði samband. Sá hafði keypt díselolíu á bensínstöðinni á Bústaðavegi og orðið var við að eitthvað var ekki með felldu. Brynja útskýrir að Skeljungur sé dreifingaaðili hjá Orkunni og hafi fyllt á tankana með díselolíu sem í ljós kom að var skemmd. Í um klukkustund hafi um tuttugu viðskiptavinir dælt á farartæki sín skemmdri díselolíu. Allt þar til einn slíkur hafði samband. „Við bregðumst við í kjölfarið og lokum strax stöðinni,“ segir Brynja. Bíll hjá einum stöðvaðist Unnið hafi verið í því í gærkvöldi og fram á nótt við að dæla skemmdu díselolíunni upp úr tönkunum og hreinsa allar síur. Búið sé að hreinsa og fylla tankana á ný. Þeir séu nú fullir af réttri díselolíu. Brynja segir að farið hafi verið í gegnum myndavélakerfið og haft samband við alla viðskiptavini sem tóku díselolíu á þessum klukkutíma í gær. Hún viti dæmi um einn sem hafi lent í þeim vanda að bíllinn hafi stöðvast. Annars hafi náðst samband við flesta bílaeigendur áður en þeir fóru af stað í morgun. „Þeir hafa verið rosalega góðir að vinna með okkur í þessu máli,“ segir Brynja. Bensínstöðin var svo opnuð aftur í nótt þegar viðgerðum var lokið. Orkan og Skeljungur eru systurfyrirtæki en bæði eru í eigu hlutafélagsins Skel. Náð tali af öllum Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir mistökin alfarið þeirra. Skeljungur selji Orkunni eldsneyti og dreifi til þeirra. „Því miður fóru fjögur þúsund lítrar af óhreinni olíu á tankana,“ segir Þórður. Sem betur fer hafi mistökin komist í ljós fljótlega en rúmlega tuttugu manns hafi dælt skemmdu olíunni á bílana. „Það er búið að ná tali af öllum bíleigendum. Bílarnir þeirra verða hreinsaðir, skipt um síur og allt svoleiðis. Þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Þeir fá bílaleigubíl á meðan,“ segir Þórður. Lág birgðarstaða Um sé að ræða mannleg mistök. Verkferlum hafi ekki verið fylgt. Birgðastaðan í 7,5 milljón lítra olíutanki í Örfyrisey hafi verið lág. Verkferlum hafi ekki verið rétt fylgt með að sækja olíu svo neðarlega í tankinn. Lítrarnir hafi verið gruggugir en vel þekkt sé að botnfall verði í svo stórum tönkum. „Við viðurkennum mistökin og reynum að bæta fyrir þau. Þetta er mjög óheppilegt fyrir þá sem lenda í þessu. Við reynum að bæta þeim það upp eins og við getum. Skaðinn er enginn en auðvitað er eitthvað rask.“ Hann bætir því við að Ísland sé ekki vel sett í birgðamálum þegar komi að olíu og megi ekki við skakkaföllum hvað það varði. Fréttin var uppfærð með svörum forstjóra Skeljungs. Bensín og olía Reykjavík Bílar Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir málið hafa komið upp í gær þegar viðskiptavinur hafði samband. Sá hafði keypt díselolíu á bensínstöðinni á Bústaðavegi og orðið var við að eitthvað var ekki með felldu. Brynja útskýrir að Skeljungur sé dreifingaaðili hjá Orkunni og hafi fyllt á tankana með díselolíu sem í ljós kom að var skemmd. Í um klukkustund hafi um tuttugu viðskiptavinir dælt á farartæki sín skemmdri díselolíu. Allt þar til einn slíkur hafði samband. „Við bregðumst við í kjölfarið og lokum strax stöðinni,“ segir Brynja. Bíll hjá einum stöðvaðist Unnið hafi verið í því í gærkvöldi og fram á nótt við að dæla skemmdu díselolíunni upp úr tönkunum og hreinsa allar síur. Búið sé að hreinsa og fylla tankana á ný. Þeir séu nú fullir af réttri díselolíu. Brynja segir að farið hafi verið í gegnum myndavélakerfið og haft samband við alla viðskiptavini sem tóku díselolíu á þessum klukkutíma í gær. Hún viti dæmi um einn sem hafi lent í þeim vanda að bíllinn hafi stöðvast. Annars hafi náðst samband við flesta bílaeigendur áður en þeir fóru af stað í morgun. „Þeir hafa verið rosalega góðir að vinna með okkur í þessu máli,“ segir Brynja. Bensínstöðin var svo opnuð aftur í nótt þegar viðgerðum var lokið. Orkan og Skeljungur eru systurfyrirtæki en bæði eru í eigu hlutafélagsins Skel. Náð tali af öllum Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir mistökin alfarið þeirra. Skeljungur selji Orkunni eldsneyti og dreifi til þeirra. „Því miður fóru fjögur þúsund lítrar af óhreinni olíu á tankana,“ segir Þórður. Sem betur fer hafi mistökin komist í ljós fljótlega en rúmlega tuttugu manns hafi dælt skemmdu olíunni á bílana. „Það er búið að ná tali af öllum bíleigendum. Bílarnir þeirra verða hreinsaðir, skipt um síur og allt svoleiðis. Þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Þeir fá bílaleigubíl á meðan,“ segir Þórður. Lág birgðarstaða Um sé að ræða mannleg mistök. Verkferlum hafi ekki verið fylgt. Birgðastaðan í 7,5 milljón lítra olíutanki í Örfyrisey hafi verið lág. Verkferlum hafi ekki verið rétt fylgt með að sækja olíu svo neðarlega í tankinn. Lítrarnir hafi verið gruggugir en vel þekkt sé að botnfall verði í svo stórum tönkum. „Við viðurkennum mistökin og reynum að bæta fyrir þau. Þetta er mjög óheppilegt fyrir þá sem lenda í þessu. Við reynum að bæta þeim það upp eins og við getum. Skaðinn er enginn en auðvitað er eitthvað rask.“ Hann bætir því við að Ísland sé ekki vel sett í birgðamálum þegar komi að olíu og megi ekki við skakkaföllum hvað það varði. Fréttin var uppfærð með svörum forstjóra Skeljungs.
Bensín og olía Reykjavík Bílar Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira