„Eins og Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2024 21:30 Þráinn Orri Jónsson gat leyft sér að grínast í leikslok þrátt fyrir að hafa fengið að líta beint rautt spjald. Vísir/Vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, var eðlilega léttur í bragði í viðtali eftir tveggja marka sigur liðsins gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum. Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
„Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum.
Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05