„Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 08:54 Frá fundi Öryggisráðsins í gær. AP/Eduardo Munoz Alvarez Bandaríkin og Japan standa saman að ályktun sem hefur verið lögð fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Linda Thomas-Greenfield, sagði á fundi ráðsins í gær að það væri „fordæmalaust, hættulegt og óásættanlegt“ að koma kjarnorkuvopnum á sporbraut um jörðu. Ákvörðun Bandaríkjanna og Japana kemur á hæla fregna þess efnis að Rússar hefðu þróað tækni sem mætti nýta til að eyðileggja gervihnetti. Það var Hvíta húsið sem greindi frá þessu í febrúar síðastliðinum en þá kom fram að ekki stafaði ógn af vopninu enn sem komið væri. Greint var frá því í erlendum miðlum að um væri að ræða einhvers konar kjarnorku- eða gjöreyðingarvopn en þetta fékkst ekki staðfest. Aðeins að vopnið væri ætlað til notkunar í geimnum og að það fæli í sér brot á Geimsáttmálanum frá 1967, sem kveður á um bann gegn gjöreyðingarvopnum í geimnum. 114 ríki eru aðilar að sáttmálanum, þeirra á meðal Bandaríkin og Rússland. Utanríkisráðherra Yoko Kamikawa, sem stýrði Öryggisráðsfundinum þar sem rætt var um ályktun Bandaríkjanna og Japan, sagði að þrátt fyrir mikla spennu í samskiptum ríkja á tímum Kalda stríðsins, hefðu menn getað sameinast um það að friður ríkti í geimnum. Bannið sem menn hefðu náð samkomulagi um þá ætti einnig að virða í dag. Dmitry Polyansky, sendifulltrúi Rússlands í Bandaríkjunum, sagði ályktunina hins vegar enn eina áróðursbrelluna af hálfu Bandaríkjastjórnar. Rússar hafa neitað að vinna að „geimvopni“ og þá sagði Polyansky ályktunina ekki hafa verið unna af sérfræðingum né samráð verið haft um hana. Antóníó Guterres, framkævmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist hins vegar fylgjandi ályktuninni og hefur bent á að spenna og vantraust ríkja á milli hefði ekki verið meiri í marga áratugi. „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer,“ sagði Guterres, í vísun í Óskarsverðlaunamynd Christopher Nolan um þróun kjarnorkusprengjunnar. Guardian greindi frá. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Japan Rússland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Linda Thomas-Greenfield, sagði á fundi ráðsins í gær að það væri „fordæmalaust, hættulegt og óásættanlegt“ að koma kjarnorkuvopnum á sporbraut um jörðu. Ákvörðun Bandaríkjanna og Japana kemur á hæla fregna þess efnis að Rússar hefðu þróað tækni sem mætti nýta til að eyðileggja gervihnetti. Það var Hvíta húsið sem greindi frá þessu í febrúar síðastliðinum en þá kom fram að ekki stafaði ógn af vopninu enn sem komið væri. Greint var frá því í erlendum miðlum að um væri að ræða einhvers konar kjarnorku- eða gjöreyðingarvopn en þetta fékkst ekki staðfest. Aðeins að vopnið væri ætlað til notkunar í geimnum og að það fæli í sér brot á Geimsáttmálanum frá 1967, sem kveður á um bann gegn gjöreyðingarvopnum í geimnum. 114 ríki eru aðilar að sáttmálanum, þeirra á meðal Bandaríkin og Rússland. Utanríkisráðherra Yoko Kamikawa, sem stýrði Öryggisráðsfundinum þar sem rætt var um ályktun Bandaríkjanna og Japan, sagði að þrátt fyrir mikla spennu í samskiptum ríkja á tímum Kalda stríðsins, hefðu menn getað sameinast um það að friður ríkti í geimnum. Bannið sem menn hefðu náð samkomulagi um þá ætti einnig að virða í dag. Dmitry Polyansky, sendifulltrúi Rússlands í Bandaríkjunum, sagði ályktunina hins vegar enn eina áróðursbrelluna af hálfu Bandaríkjastjórnar. Rússar hafa neitað að vinna að „geimvopni“ og þá sagði Polyansky ályktunina ekki hafa verið unna af sérfræðingum né samráð verið haft um hana. Antóníó Guterres, framkævmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist hins vegar fylgjandi ályktuninni og hefur bent á að spenna og vantraust ríkja á milli hefði ekki verið meiri í marga áratugi. „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer,“ sagði Guterres, í vísun í Óskarsverðlaunamynd Christopher Nolan um þróun kjarnorkusprengjunnar. Guardian greindi frá.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Japan Rússland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira