Vannýtt tækifæri Kristín Fríða Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2024 08:00 Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum. Háskólinn getur haft gríðarleg áhrif út á við með sín tengsl við fjölmarga kima samfélagsins og er auk þess ein af fjölmennustu stofnunum landsins. Skólann sækja tæplega fjórtán þúsund stúdentar og þar starfa um tvö þúsund manns. Því er gríðarlega stórt sóknarfæri til að móta háskólaumhverfið þannig að stærri hópur fólks geti nýtt sér vistvænni samgöngumáta. Í sjálfbærniskýrslu HÍ 2022 er lögð áhersla á mikilvægi þess að sett séu metnaðarfull markmið og tímaáætlun í samgöngumálum sem auðveldar starfsfólki og nemendum að nota vistvæna samgöngumáta og innleiða hvata til að draga úr bílferðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni kastaði háskólinn frá sér einstaklega góðu tækifæri til þess að skapa jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta sér almenningssamgöngur þegar horfið var frá áformum um U-passa. U-passi að erlendri fyrirmynd er í grunninn ódýrt samgöngukort ætlað stúdentum og veitir aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum sem og öðrum vistvænum ferðamátum á borð við deilibíla og rafskútur. Ýmsar útfærslur af slíkum pössum bjóðast til að mynda stúdentum víða í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Noregi. Röskva hefur lengi barist fyrir því að teknir séu upp slíkir passar hér á landi og fulltrúar Röskvu hafa sótt málið hart á fjölda funda með háskólayfirvöldum, fulltrúum strætó og fleiri hagaðilum. Sigurinn virtist í höfn þegar rektor gaf fulltrúum Röskvu munnlegt loforð í mars í fyrra um að U-passi yrði tekinn upp áður en gjaldtaka hæfist á bílastæðum við skólann. Á háskólaþingi síðastliðinn janúar var útfærsla á U-passanum síðan kynnt, sem fæli í sér aðgang að Strætó fyrir 30.000 krónur á ári. Þrátt fyrir að sú útfærsla gangi ekki nógu langt, hefði hún þó verið skref í rétta átt. Því miður var fallið var frá þeim áformum vegna kostnaðar. Röskva telur ekki síður mikilvægt að komið sé til móts við þá hópa sem hafa hvorki aðgengi né gagn af þess lags almenningssamgöngum, svo sem fólk með hreyfihömlun og fólk á landsbyggðinni. Réttlát umskipti (e. just transition) þegar kemur að samgöngu- og umhverfismálum skipta höfuðmáli og það er lykilatriði að staðið sé rétt að stórtækum breytingum svo að þær hafi ekki hlutfallslega óhófleg áhrif á ákveðna hópa. Það að háskólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við verkefnið er afleiðing sinnuleysis stjórnvalda þegar kemur að fjármögnun skólans. Staðan er þó sú að umferðarþungi í Vatnsmýrinni verður hreinlega of mikill á næstu árum þegar nýr Landspítali verður tekinn í notkun og menntavísindasvið færir starfsemi sína í Vatnsmýrina samhlið frekari uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að ekki er hægt að fresta mótvægisaðgerðum frekar, þar sem umferðarþungi mun bara koma til með að aukast og lausum bílastæðum mun bara halda áfram að fækka. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir bættu aðgengi stúdenta að fjölbreyttum samgöngum til að tryggja aðgengi, og þar með jafnrétti allra til náms. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum. Háskólinn getur haft gríðarleg áhrif út á við með sín tengsl við fjölmarga kima samfélagsins og er auk þess ein af fjölmennustu stofnunum landsins. Skólann sækja tæplega fjórtán þúsund stúdentar og þar starfa um tvö þúsund manns. Því er gríðarlega stórt sóknarfæri til að móta háskólaumhverfið þannig að stærri hópur fólks geti nýtt sér vistvænni samgöngumáta. Í sjálfbærniskýrslu HÍ 2022 er lögð áhersla á mikilvægi þess að sett séu metnaðarfull markmið og tímaáætlun í samgöngumálum sem auðveldar starfsfólki og nemendum að nota vistvæna samgöngumáta og innleiða hvata til að draga úr bílferðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni kastaði háskólinn frá sér einstaklega góðu tækifæri til þess að skapa jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta sér almenningssamgöngur þegar horfið var frá áformum um U-passa. U-passi að erlendri fyrirmynd er í grunninn ódýrt samgöngukort ætlað stúdentum og veitir aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum sem og öðrum vistvænum ferðamátum á borð við deilibíla og rafskútur. Ýmsar útfærslur af slíkum pössum bjóðast til að mynda stúdentum víða í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Noregi. Röskva hefur lengi barist fyrir því að teknir séu upp slíkir passar hér á landi og fulltrúar Röskvu hafa sótt málið hart á fjölda funda með háskólayfirvöldum, fulltrúum strætó og fleiri hagaðilum. Sigurinn virtist í höfn þegar rektor gaf fulltrúum Röskvu munnlegt loforð í mars í fyrra um að U-passi yrði tekinn upp áður en gjaldtaka hæfist á bílastæðum við skólann. Á háskólaþingi síðastliðinn janúar var útfærsla á U-passanum síðan kynnt, sem fæli í sér aðgang að Strætó fyrir 30.000 krónur á ári. Þrátt fyrir að sú útfærsla gangi ekki nógu langt, hefði hún þó verið skref í rétta átt. Því miður var fallið var frá þeim áformum vegna kostnaðar. Röskva telur ekki síður mikilvægt að komið sé til móts við þá hópa sem hafa hvorki aðgengi né gagn af þess lags almenningssamgöngum, svo sem fólk með hreyfihömlun og fólk á landsbyggðinni. Réttlát umskipti (e. just transition) þegar kemur að samgöngu- og umhverfismálum skipta höfuðmáli og það er lykilatriði að staðið sé rétt að stórtækum breytingum svo að þær hafi ekki hlutfallslega óhófleg áhrif á ákveðna hópa. Það að háskólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við verkefnið er afleiðing sinnuleysis stjórnvalda þegar kemur að fjármögnun skólans. Staðan er þó sú að umferðarþungi í Vatnsmýrinni verður hreinlega of mikill á næstu árum þegar nýr Landspítali verður tekinn í notkun og menntavísindasvið færir starfsemi sína í Vatnsmýrina samhlið frekari uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að ekki er hægt að fresta mótvægisaðgerðum frekar, þar sem umferðarþungi mun bara koma til með að aukast og lausum bílastæðum mun bara halda áfram að fækka. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir bættu aðgengi stúdenta að fjölbreyttum samgöngum til að tryggja aðgengi, og þar með jafnrétti allra til náms. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun