Hvað tökum við með okkur? Magnús Bergmann skrifar 18. mars 2024 08:01 Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni opnað okkar einstaka námssamfélag fyrir fleiri sviðum. Menntavísindasvið er heppið að því leytinu til að kennsluhættir á sviðinu okkar eru framsæknir og oft frábrugðnir öðrum sviðum. Það gefur augaleið að kennslufræði, samskipti og fjölbreyttir kennsluhættir þurfi að vera í forgrunni á sviði þar sem framtíðar kennarar, þroskaþjálfar, íþróttafræðingar og uppeldisfræðingar eru menntaðir. Á þessum sameiningartímum er ekki hægt að sjá annað en tækifæri bæði fyrir Menntavísindasvið og háskólann í heild sinni. Með vesturför sviðsins getur þekking bæði starfsfólks og nemenda í menntavísindum leitt til frekara samtals milli sviða. Menntavísindasvið státar sig af því að standa framarlega þegar kemur að fjarnámi og nýstárlegum kennsluháttum, t.a.m. vendi- og leiðsagnarnám. Með flutningi sviðsins í Vatnsmýrina græða stúdentar HÍ ekki einungis nýja vini heldur einnig betra aðgengi að menntavísindum. Minni fjarlægð milli sviða skilar sér vonandi í frekara samstarfi og samtali milli kennara sviða. Háskóli Íslands er stútfullur af frábærum kennurum en það virðist sem að lítið samtal sé á milli sviða. Sviðin fimm eru öll í sitthvoru lagi að reyna að finna upp hjólið, augljóslega væri skilvirkara ef kennarar myndu sækjast í þekkingu hvers annars og þá sérstaklega kennslufræðiþekkinguna sem kemur vonandi í haust í bílförmum frá Stakkahlíðinni og yfir á Sögu. Staðlotur hafa verið mikið milli tanna á fólki á göngum Stakkahlíðarinnar. Þar heyrist hvísl um tilgang þeirra, um tímaeyðsluna og tekjutap fólks sem þarf að taka sér frí til þess að mæta í einn tíma sem hefði getað verið á netinu. Með tilfærslu okkar vonum við að sviðið endurskoði þessar staðlotur, geri þær að einhverju sem er þess virði að stúdentar mæti á staðinn fyrir. Staðlotur eru fullkomið tækifæri fyrir nemendur og kennara til þess að kynnast betur, vinna meira saman og læra eitthvað nýtt. En þær hafa verið illa nýttar af bæði kennurum og nemendum sem í raun líta ekki á þær sem tækifæri heldur sem kvöl. Með nýrri staðsetningu koma vonandi nýir hugsunarhættir, bæði á sviðinu okkar sem og skólanum í heild. Eitthvað sem við öll græðum á. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Menntavísindasvið sameinast loksins Háskóla Íslands landfræðilega og spennandi mál brenna á vörum nemenda við tilkomu sviðsins á Sögu. Við fögnum því að geta verið nær samnemendum okkar og í leiðinni opnað okkar einstaka námssamfélag fyrir fleiri sviðum. Menntavísindasvið er heppið að því leytinu til að kennsluhættir á sviðinu okkar eru framsæknir og oft frábrugðnir öðrum sviðum. Það gefur augaleið að kennslufræði, samskipti og fjölbreyttir kennsluhættir þurfi að vera í forgrunni á sviði þar sem framtíðar kennarar, þroskaþjálfar, íþróttafræðingar og uppeldisfræðingar eru menntaðir. Á þessum sameiningartímum er ekki hægt að sjá annað en tækifæri bæði fyrir Menntavísindasvið og háskólann í heild sinni. Með vesturför sviðsins getur þekking bæði starfsfólks og nemenda í menntavísindum leitt til frekara samtals milli sviða. Menntavísindasvið státar sig af því að standa framarlega þegar kemur að fjarnámi og nýstárlegum kennsluháttum, t.a.m. vendi- og leiðsagnarnám. Með flutningi sviðsins í Vatnsmýrina græða stúdentar HÍ ekki einungis nýja vini heldur einnig betra aðgengi að menntavísindum. Minni fjarlægð milli sviða skilar sér vonandi í frekara samstarfi og samtali milli kennara sviða. Háskóli Íslands er stútfullur af frábærum kennurum en það virðist sem að lítið samtal sé á milli sviða. Sviðin fimm eru öll í sitthvoru lagi að reyna að finna upp hjólið, augljóslega væri skilvirkara ef kennarar myndu sækjast í þekkingu hvers annars og þá sérstaklega kennslufræðiþekkinguna sem kemur vonandi í haust í bílförmum frá Stakkahlíðinni og yfir á Sögu. Staðlotur hafa verið mikið milli tanna á fólki á göngum Stakkahlíðarinnar. Þar heyrist hvísl um tilgang þeirra, um tímaeyðsluna og tekjutap fólks sem þarf að taka sér frí til þess að mæta í einn tíma sem hefði getað verið á netinu. Með tilfærslu okkar vonum við að sviðið endurskoði þessar staðlotur, geri þær að einhverju sem er þess virði að stúdentar mæti á staðinn fyrir. Staðlotur eru fullkomið tækifæri fyrir nemendur og kennara til þess að kynnast betur, vinna meira saman og læra eitthvað nýtt. En þær hafa verið illa nýttar af bæði kennurum og nemendum sem í raun líta ekki á þær sem tækifæri heldur sem kvöl. Með nýrri staðsetningu koma vonandi nýir hugsunarhættir, bæði á sviðinu okkar sem og skólanum í heild. Eitthvað sem við öll græðum á. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar