Pútín fagnar sigri Jón Þór Stefánsson skrifar 17. mars 2024 21:29 „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það,“ segir Vladímír Pútín EPA Vladímír Pútín hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Rússlandi. Kjörstjórn í Rússlandi segist hafa talið helming atkvæða og að Pútín hafi hlotið 87 prósent atkvæða. Í öðru sæti er Nikolai Kharitonov, frambjóðandi kommúnistaflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni var kjörsókn 74 prósent, sem er það hæsta í sögunni. „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það. Þeim mistókst það nú og þeim mun mistakast það í framtíðinni,“ sagði Pútín í sigurræðu sinni. Dauði Navalní sorglegur að mati Pútíns Pútín var spurður út í Alexei Navalní, einn helsta pólitíski andstæðing sinn, sem lést í fangelsi í Rússlandi á dögunum. „Varðandi herra Navalní. Já, hann féll frá. Slíkt er alltaf sorglegt, en það var ekki í fyrsta skipti sem persóna dó í fangelsi. Hefur slíkt ekki gerst í Bandaríkjunum? Að sjálfsögðu,“ sagði forsetinn. Max Seddon, fréttaritari Financial Times í Moskvu, fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Pútín minnist á nafn Navalní í ellefu ár. Jafnframt gaf hann til kynna að fangaskipti með Navalní hefðu staðið til boða áður en hann lét lífið, undir þeim formerkjum að stjórnarandstæðingurinn myndi aldrei snúa aftur. Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. Síðan þá hefur Pútín breytt reglunum og gæti boðið sig aftur fram að sex árum liðnum, árið 2030. Vísir fjallaði um stöðu mála í Úkraínustríðinu fyrr í dag, og þar var meðal annars tekið fyrir hvernig Pútín myndi bregðast við kosningasigrinum, sem þótti ansi fyrirsjáanlegur. Hægt er að lesa um það hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Kjörstjórn í Rússlandi segist hafa talið helming atkvæða og að Pútín hafi hlotið 87 prósent atkvæða. Í öðru sæti er Nikolai Kharitonov, frambjóðandi kommúnistaflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni var kjörsókn 74 prósent, sem er það hæsta í sögunni. „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það. Þeim mistókst það nú og þeim mun mistakast það í framtíðinni,“ sagði Pútín í sigurræðu sinni. Dauði Navalní sorglegur að mati Pútíns Pútín var spurður út í Alexei Navalní, einn helsta pólitíski andstæðing sinn, sem lést í fangelsi í Rússlandi á dögunum. „Varðandi herra Navalní. Já, hann féll frá. Slíkt er alltaf sorglegt, en það var ekki í fyrsta skipti sem persóna dó í fangelsi. Hefur slíkt ekki gerst í Bandaríkjunum? Að sjálfsögðu,“ sagði forsetinn. Max Seddon, fréttaritari Financial Times í Moskvu, fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Pútín minnist á nafn Navalní í ellefu ár. Jafnframt gaf hann til kynna að fangaskipti með Navalní hefðu staðið til boða áður en hann lét lífið, undir þeim formerkjum að stjórnarandstæðingurinn myndi aldrei snúa aftur. Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. Síðan þá hefur Pútín breytt reglunum og gæti boðið sig aftur fram að sex árum liðnum, árið 2030. Vísir fjallaði um stöðu mála í Úkraínustríðinu fyrr í dag, og þar var meðal annars tekið fyrir hvernig Pútín myndi bregðast við kosningasigrinum, sem þótti ansi fyrirsjáanlegur. Hægt er að lesa um það hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira