„Þetta er bara mjög jákvætt, geggjað fyrir deildina og frábært að fá hann í Bestu deildina. Þetta stækkar prófílinn, mér finnst hún hafa vera að stækka á hverju ári. Þetta stefnir bara í epic tímabil,“ sagði Arnar þegar Vísir sló á þráðinn en hann var þá nýbúinn að ljúka golfhring á Spáni þar sem Víkingar eru að klára æfingaferð.
Orðrómar hafa verið á flakki þess efnis að bæði Víkingur og KR hafi reynt að fá Gylfa í sínar raðir og Arnar staðfestir að hann hafi viljað fá Gylfa til liðs við Íslands- og bikarmeistarana.
„Já, að sjálfsögðu. Auðvitað reyndum við að fá hann. Þegar svona prófílar eru á lausu verður klúbbur eins og Víkingur að reyna. Við auðvitað reynum við marga leikmenn, sumir velja okkur og sumir ekki. En gott að fá hann í deildina og vegni honum vel, nema á móti okkur,“ segir Arnar.
Arnar kveðst þá spenntur fyrir tímabilinu og segir ljóst að samkeppnin verði meiri í ár en í fyrra.
„Það eru sum lið búin að styrkja sig alveg óhemju mikið og önnur lið eru búin að missa sterka leikmenn en líka fengið góða inn. Það er erfitt að meta þetta. Ég segi bara að deildin sé að verða sterkari en í fyrra og hún var nógu góð í fyrra,“
„Lið eru að styrkja sig í öllum þáttum. Ekki bara varðandi leikmenn heldur umgjörð. FH eru að gera góða hluti, og KR-ingarnir sem og Blikarnir. Við erum bara að reyna að bæta það sem við gerðum vel í fyrra og stefna lengra,“
Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl þegar Stjarnan heimsækir Víkina.
Fyrsta umferð Bestu deildar karla
-
Laugardagur 6. apríl
- 19:15 Víkingur R. - Stjarnan
-
- Sunnudagur 7. apríl
- 13:00 Fram - Vestri
- 16:15 KA - HK
- 19:15 Valur - ÍA
- 19:15 Fylkir - KR
-
- Mánudagur 8. apríl
- 19:15 Breiðablik - FH